fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Námskeið í vopnaburði verður ekki á Grand Hótel

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. apríl 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki mitt að dæma til eða frá en niðurstaða dagsins er að þetta verður ekki hér, ekki í mínu húsi,“ segir Salvör Lilja Brandsdóttir, hótelstjóri Grand Hótels, í samtali við fréttavef Vísis.

Vísir greinir frá því að kynningarfundi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag, hafi verið úthýst af hótelinu. Fjallað var um málið í gær en í fréttum kom fram að nokkrir þeirra sem ætluðu að sækja fundinn vilji nýta þekkinguna til að verjast innflytjendum og vopnast gegn þeim.

„Almenningur í Evrópu er mjög þreyttur. Hann vill löndin sín til baka. Almenningur vill halda sinni menningu og sínu þjóðríki og sérkennum þess og einkennum. En hnattvæðing í dag er að vaða yfir allt og alla,“ hafði Stundin eftir Maríu Magnúsdóttur, stjórnarmeðlimi í Frelsisflokknum. María sagðist almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en væri þó tilbúin að beita þeim gegn innflytjendum.

„Ég er ekkert hlynnt skotvopnum, en hvað gerðum við? Ef þetta heldur svona áfram í Evrópu þá endar þetta með skotvopnum. Því miður.“

Ekki liggur fyrir hvort fundurinn, eða námskeiðið, hafi verið fært annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram