fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Teslan tekin af Magnúsi: Kenndi hnerra um áreksturinn og sagðist hafa fengið far með lögregunni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. apríl 2019 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Magnúsi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóri United Silicon. Magnús var í fyrra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi og var sviptur ökuréttindum í 12 mánuði vegna áreksturs á Reykjanesbrautinni

Líkt og frægt er orðið var Magnús 180 km hraða þegar hann klessti á annan bíl. Magnús var handtekinn á vettvangi en hann neitaði því að hafa verið handtekinn í samtali við DV og sagðist aðeins hafa fengið far hjá lögreglumanni í vinnuna. Fyrir dómi neitaði hann því að hafa verið á 180 km hraða en hann hafi hnerrað rétt fyrir áreksturinn sem olli því að hann spólaði. Rannsóknir á Tesla-bílnum leiddu í ljós að hann var á þessum mikla hraða rétt áður en áreksturinn varð.

Saksóknari fór fram á að Tesla-bíll Magnúsar yrði gerður upptækur og féllst Landsdómur á það í dag. Að öðru leyti var dómur Héraðsdóms óraskaður. Sannað þótti að Magnús hefði verið á 180 km hraða þegar áreksturinn varð á Reykjanesbrautinni. Tesla-bíll Magnúsar er afar kraftmikill, eða 690 hestafla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn