fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Samúel Þór stórslasaður í Taílandi: Ótrúlegt myndband

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. apríl 2019 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Þór Hermannson, íslenskur veitingamaður, er stórslasaður eftir slæmt mótorhjólaslys fyrir tólf dögum. Myndskeið sem tekið var stuttu eftir slysið hefur verið birt á samfélagsmiðlum og má sjá hér fyrir neðan.

Fréttablaðið greinir frá þessu og birtir myndbandið. Samúel segist ekkert muna eftir slysinu sjálfu en það átti sér stað eyjunni Hua Hin. „Það er algjört minnisleysi,“ segir Samúel. Hann veit ekki hvenær hann fær að koma aftur heim til Íslands en vegna höfuðáverka gæti það dregist í mánuð.

Samúel hafði dvalið á eyjunni í mánuð ásamt dóttur sinni þegar hann hugðist skreppa örsnöggt út í búð á mótorhjóli sem hann var með á leigu. Hann segist hafa verið með hjálm en man ekkert eftir slysinu. „Ég fannst bara tíu metrum frá hjólinu, það er algjört minnisleysi,“ segir Samúel.

Samkvæmt Fréttablaðinu höfuðkúpubrotnaði hann meðal annars og í kjölfarið blæddi inn á heila. „Ég var lagður á annan spítala fyrst, almennings spítala, og það var alveg skelfilegt sagði bróðir minn. Núna er ég á betri spítala. Það er alveg óljóst hvenær ég fæ að fara af spítalanum og hvenær ég fæ að fara í flug út af heilaáverkunum,“ segir Samúel.

„Núna fyrst í dag er ég farinn að skána það voru nú einhverjir sem héldu að ég væri ekkert að koma aftur,“ segir Samúel.

Myndbandið má sjá hér að neðan en rétt er að vara við efni þess.

https://www.facebook.com/100010628946886/videos/800832226947735/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“