fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Óvenjuleg stund þegar lífskjarasamningarnir voru kynntir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 23:32

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er óvenjuleg stund en ég er algjörlega sannfærð um að þessir samningar og útspil ríkisstjórnarinnar eru grundvöllur að víðtækri sátt um efnahagslegan en ekki síst félagslegan stöðugleika til næstu ára,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er hún setti kynningarfund í ráðherrabústaðnum á lífskjarasamningunum sem undirritaðir voru í kvöld.  Sagðist Katrín telja að þessi stund í kvöld væri undirstaða að miklu styrkari sambandi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins en verið hefur.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kynnti samninginnn frá sjónarhóli samtakanna. Samningurinn felur í sér fjóra þætti:

  • Launahækkanir, þar sem lægstu laun hækka mest
  • Aukinn sveigjanleiki og möguleikar á styttri vinnuviku
  • Skattalækkanir og skattabreytingar
  • Vaxtalækkun

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kynnti launahækkanir en þær verða minnstar á þessu ári. 17 þúsund króna launahækkun á launatöxtum verður frá og með 1. apríl. Áhersla er á krónutöluhækkarnir og fallið frá prósentuhækkunum. Árið 2020 verður 27.000 kr. hækkun launataxta. Launahækkanir á næsta ári verða hagvaxtartengdar og geta orðið hærri með auknum hagvexti.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum eru metnar á um 80 milljarða. Þeim verða gerðar nánari skil á morgun. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nánasti samstarfsmaður Úkraínuforseta sagði af sér og ætlar í fremstu víglínu

Nánasti samstarfsmaður Úkraínuforseta sagði af sér og ætlar í fremstu víglínu