fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Wizz air flýgur á hverjum degi til London – Sjáðu hvað ferðin frá Keflavík kostar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungverska flugfélagið Wizz air mun fljúga á hverjum degi frá Íslandi til London frá maílokum og til loka októbermánaðar. ViðskiptaMogginn greinir frá þessu en í desember síðastliðnum var tilkynnt að félagið myndi fljúga fjórum sinnum í viku milli Keflavíkur og London.

Í frétt blaðsins í dag kemur einnig fram að félagið ætli einnig að fjölga ferðum til Varsjár úr fjórum í fimm, en sú breyting mun taka gildi strax.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þessar ráðstafanir megi rekja til gjaldþrots WOW í síðustu viku og breyttra aðstæðna á flugmarkaði.

DV skoðaði að gamni hvað flug frá frá Íslandi til London, fram og til baka, kostar á nokkrum völdum dagsetningum með Wizz air. Þau fargjöld sem hér eru skoðuð eru þau ódýrustu sem í boði eru, svokölluð Basic-fargjöld. Innifalið í því er aðeins handfarangur sem setja þarf undir sætið fyrir framan.

Ódýrasta flugið með Wizz air frá Keflavík kostar 89,99 evrur (12.289 krónur) fimmtudaginn 30 maí. Flugið heim þann 2. júní kostar 64,99 evrur (8.875 krónur).  Sama er uppi á teningnum ef flogið er út þann 3. júní og heim 7. júní. Heildarverðið er það nákvæmlega sama ef miðað er við ódýrasta fargjaldið.

Til að gefa þeim sem hyggjast ferðast með ferðatösku (eina 20 kílóa innritaða tösku), vilja velja sér sæti og fá forgang um borð í vélina, hugmynd um verð þá kostar stök flugferð, frá Reykjavíkur til London, rétt tæpar 20 þúsund krónur. Ferðin heim kostar tæpar 17 þúsund krónur miðað við fyrrnefndar dagsetningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Keyrði viljandi á bíl í Kömbunum svo hann lenti utan vegar

Keyrði viljandi á bíl í Kömbunum svo hann lenti utan vegar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“
Fréttir
Í gær

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Í gær

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn