fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Pitsustríðið heldur áfram: Gunnar Smári sakaður um rangfærslur og rassvasatölfræði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Rúnarsson, sérfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands, gefur lítið fyrir málflutning Gunnars Smára Egilssonar um hátt verð á pitsum á Íslandi. Gunnar Smári bar saman verð á Margarita pitsu í nokkrum löndum og sagði Ísland koma hörmulega út í samanburðinum. Ísak segir framsetningu Gunnars Smára vera villandi og að hann beiti blekkingum. Ísak segir meðal annars að verðið sem Gunnar Smári setur á íslensku margarituna sé rangt því hann taki ekki inn í myndina öll tilboðin sem eru í gangi. Niðurstaðan á samanburði Ísaks er sú að íslenska margaritan sé ódýrari en sú norska:

„Nú er Gunnari Smára Egilssyni heitt í hamsi vegna þess hvað það kostar að kaupa pizzu á Íslandi. Sem Pizza unnandi hef ég ekki tekið eftir því að Domino‘s sé dýrara hérlendis en annarsstaðar og frekar að það sé í hina áttina. Stutt ferð inn á vef Domino‘s í Noregi og á Íslandi sýnir glögglega að Gunnar Smári nýtir sér bæði hálfsannleika og fer með rangfærslur.

Í fyrsta lagi, segir Gunnar Smári að það kosti 2.340 krónur að kaupa sér margarita pizzu hjá Domino‘s á Íslandi. Það er rangt, vegna þess að Domino‘s býður tilboð, alla daga allan sólarhringinn, þar sem allar pizzur með tveimur áleggstegundum eða færri fást á 1.840 krónur, sem er fimm hundruð krónum ódýrara en Gunnar Smári staðhæfir. Ekkert samsvarandi tilboð virðist vera að finna hjá Domino‘s í Noregi.

Í Noregi fæst margarita á 119 norskar eða sem nemur 1.684 krónum sem er vissulega ódýrara en á Íslandi en ef bornar eru saman pepperoni pizzur þá kostar hin íslenska 1.840 en hin norska 2.109 krónur og íslenska pizzan því orðin ódýrari.

Í öðru lagi vill svo skemmtilega til að það er svokölluð „Megavika“ í gangi í Noregi þessa vikuna. Þar er auglýst að allar pizzur af matseðli fáist fyrir 149 krónur norskar eða sem nemur 2.109 krónum íslenskum á gengi dagsins í dag. Síðast þegar „Megavika“ var haldin á Íslandi var boðið upp á allar pizzur af matseðli á 1.390 krónur. Aftur er samanburðurinn orðinn Íslandi í hag hér og norska Megavikupizzan heilu 51% dýrari en hin íslenska.

Ef svo borið er saman almennt verð á ódýrum veitingastöðum milli þessara tveggja landa á síðunni Numbeo má sjá að máltíðin á Íslandi kostar því samkvæmt um 2.400 krónur en 2.537 krónur í Noregi. Og Noregur því aftur dýrari.

Gunnar Smári notar svo þessa afbökun sína til þess að sýna fram á að það sé ekki fyrst og fremst launakostnaður sem skýri mismunandi verðlag milli landa. Þegar rassvasatölfræði Gunnars Smára sleppir og málin eru betur skoðuð kemur í ljós að verðlag er hátt þar sem laun eru há og velferð mikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar