fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Sigrún ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða, en hún hefur gegnt því starfi tímabundið frá því í október 2018 í kjölfar breytinga sem þá urðu á stjórnun félagsins.

Í tilkynningu frá Félagsbústöðum kemur fram að Hagvangur hafi annast ráðningarferlið fyrir hönd stjórnar og var niðurstaða Hagvangs að Sigrún væri hæfust umsækjenda til að gegna starfi framkvæmdastjóra Félagsbústaða.

„Sigrún starfaði á árunum 2010-2018 sem bæjarstjóri Sandgerðisbæjar og leiddi þar umbætur á fjárhags- og rekstrarstöðu bæjarins. Hún var verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra við samhæfingu og samantekt verkefna í kjölfar eldgosa á Suðurlandi. Á árunum 1993-2006 starfaði hún sem framkvæmdastjóri Rauða Krossins á Íslandi en hafði áður sinnti ýmsum verkefnum fyrir Rauða krossinn við upplýsinga- og fræðslumál auk starfa fyrir Rauða krossinn í Kanada,“ segir í tilkynningu.

Sigrún lauk stúdentsprófi frá MH 1982, BA gráðu í félags- og fjölmiðlafræði 1988 og síðar MA gráðu í sálfræði frá háskólanum í Pace í New York. Sigrún hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum hins opinbera og fyrir hönd félagasamtaka.

„Ég hef ríkan metnað til að efla og styrkja starfsemi Félagsbústaða þannig að félagið verði enn betur í stakk búið til að sinna mikilvægu hlutverki sínu og skyldum. Það þarf að skýra betur tilgang og samfélagslegt mikilvægi fyrirtækisins fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins og tryggja samráð og góð tengsl við fulltrúa eigenda þess hjá Reykjavíkurborg og við leigjendur Félagsbústaða,“ segir Sigrún í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar