fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Ökumaðurinn reyndist hafa fleira óhreint í pokahorninu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 10:15

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýlega ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þessi sami ökumaður reyndist hafa ýmislegt fleira óhreint í pokahorninu.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglu en þar segir að við leit í bifreið hans og á heimili, að fenginni heimild, hafi fundist kannabisefni og amfetamín. Maðurinn viðurkenndi fíkniefnaneyslu við skýrslutöku hjá lögreglu.

Annar ökumaður, sem einnig var tekinn úr umferð af sömu ástæðu, viðurkenndi neyslu á kókaíni, amfetamíni og MDMA þegar lögreglumenn ræddu við hann.

Þá voru á annan tug ökumanna kærðir fyrir of hraðan akstur og afskipti höfð af allmörgum ökumönnum vegna fíkniefna – eða ölvunaraksturs eða hvoru tveggja. Voru fáeinir þeirra ökuréttindalausir að auki.

Skráningarnúmer voru fjarlægð af fjórum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar