fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Guðmundur fagnar því að Kolbeinn hafi fengið nýja vinnuveitendur: ,,Síðustu árin hafa verið sorg­ar­saga“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, skrifaði í fyrradag undir tæplega þriggja ára samning við AIK í Svíþjóð. Kolbeinn er þannig kominn með nýtt félag en AIK, varð sænskur meistari á síðustu leiktíð.

Framherjinn öflugi hefur gengið í gegnum erfiða tíma á ferli sínum en samningi hans við Nantes í Frakklandi, var rift í síðasta mánuði. Félagið taldi sig ekki hafa not fyrir Kolbein, sem fékk enginn tækifæri. Hann náði samkomulagi um starfslok og er spenntur fyrir nýju upphafi.

Guðmundur Hilmarsson, einn reyndasti og virtasti blaðamaður landsins fagnar því að Kolbeinn hafi fengið nýja vinnu. Guðmundur ritar um málið í Morgunblaði dagsins.

,,Það eru virki­lega ánægju­leg tíðindi að knatt­spyrnumaður­inn Kol­beinn Sigþórs­son sé bú­inn að finna nýja vinnu­veit­end­ur en fram­herj­inn er orðinn liðsmaður sænska meist­araliðsins AIK,“ skrifar Guðmundur í Morgunblaðið í dag.

Smelltu hér til að lesa ítarlegt viðtal við Kolbein um félagaskiptin.

Síðustu þrjú ár hafa verið erfið fyrir Kolbein sem varð heimsfrægur á EM í Frakklandi árið 2016.

,,Það er von­andi að nýr og betri kafli taki við hjá Kol­beini sem hef­ur lítið sem ekk­ert spilað eft­ir Evr­ópu­mótið í Frakklandi sum­arið 2016 vegna þrálátra meiðsla. Kol­beinn komst svo sann­ar­lega í heims­frétt­irn­ar þegar hann skoraði sig­ur­markið gegn Eng­lend­ing­um í 16-liða úr­slit­un­um í Nice en skömmu eft­ir Evr­ópu­mótið varð hann fyr­ir erfiðum meiðslum og síðustu árin hafa verið sorg­ar­saga fyr­ir hann.“

,,Það vita flest­ir hversu öfl­ug­ur leikmaður Kol­beinn er og það er von mín að við fáum að sjá hann sem allra fyrst í bún­ingi ís­lenska landsliðsins þá kom­inn í það form sem við vilj­um sjá hann í.“

Kolbeinn hefur raðað inn mörkum fyrir íslenska landsliðið og er í hópi bestu leikmanna í sögu íslenska landsliðsins.

,,Kol­beinn er með frá­bæra töl­fræði með ís­lenska landsliðinu. Hann hef­ur skorað 23 mörk í 48 leikj­um og er ann­ar marka­hæsti leikmaður landsliðsins á eft­ir Eiði Smára Guðjohnsen, sem skoraði 26 mörk í 88 leikj­um.“

,,Næstu leik­ir ís­lenska landsliðsins í undan­keppni EM verða í júní en þá mæt­ir það Al­bön­um og Tyrkj­um í afar mik­il­væg­um leikj­um sem geta ráðið miklu um hvort Ísland eigi mögu­leika á að kom­ast á þriðja stór­mótið í röð.“

,,Ég tel hæpið að Kol­beinn verði kom­inn í nægi­lega gott stand til að taka þátt í þeim leikj­um en ef allt geng­ur að ósk­um hjá hon­um er það mögu­legt. En að öðrum kosti gæti hann stimplað sig inn fyr­ir fimm síðustu leik­ina í riðlin­um sem fram fara í sept­em­ber, októ­ber og nóv­em­ber.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband
433Sport
Í gær

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið