fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Tveir ólíkir meistarar taka Meistaramánuð með trompi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get viðurkennt að hafa gengið í gegn um svona tímabil sjálfur þar sem allt var svart, mikið þunglyndi og mér fannst engin lausn betri þá en að láta mig hverfa og gekk ég svo langt að fara af stað, en sem betur fer áttaði ég mig á því að þetta var ekki lausnin fyrir mig og snéri heim eftir mjög langan göngutúr. Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna þetta því þegar þetta tímabil var hjá mér var ég búinn að ganga í gegn um mitt eigið helvíti og ég sá ekki ljósið“

Þetta segir Guðjón M. Þorsteinsson í áhrifamiklum pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallar um sjálfsvíg og þunglyndi. Guðjón, eða Gaui eins og hann er kallaður, sneri við blaðinu árið 2011 og fór að vinna í sinni andlegu heilsu. Hann tekur þátt í Meistaramánuði Íslandsbanka með afar skemmtilegri, en hann hefur einsett sér að faðma þúsund manns í mánuðinum. Átakið gengur vel því Gauti er núna búinn að komast yfir 500 faðmlög og þannig endurnærir hann bæði eigin sál og annarra.

Pistil Gauja má lesa hér og marga fleiri hugvekjandi pistla má finna Facebook-síðu hans.

Róbert léttist og skammast sín ekki fyrir líkama sinn

Hann Róbert Benediktsson notar meistaramánuðinn til að léttast á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Hann leggur áherslu á það að gefast ekki upp og sættast við líkama sinn. Ef smellst á færsluna hér fyrir neðan má sjá stórskemmtilegt myndband þar sem Róbert stígur dansspor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta