fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Ráðist á 14 ára ungling í Bryggjuhverfi í kvöld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 31. mars 2019 23:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn, líklega á milli tvítugs og þrítugs, veittust snemma í kvöld að 14 ára unglingi í Bryggjuhverfi. Mennirnir stigu út úr hvítum bíl, hlupu að unglingnum og höfðu í hótunum við hann. Pilturinn var á rafmagnsvespu og með hjálm. Hjálmurinn skemmdist í átökum við mennina en drengurinn slapp ómeiddur frá þeim og hringdi á lögregluna.

Lögreglan taldi sig kannast við einn árásarmanninn eftir lýsingu piltsins og leitaði hún mannanna þriggja í kvöld en ekki er staðfest að þeir hafi verið handteknir.

Móðir drengsins staðfesti í samtali við DV að drengurinn væri ómeiddur. Hann vill lítið ræða um árásina og ber sig eins og hann sé ekki illa haldinn eftir viðskiptin við mennina. Mennirnir virkuðu á piltinn eins og þeir væru í mjög annarlegu ástandi, líklega af völdum vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum