fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

VR gerir kröfu í þrotabú WOW fyrir hönd félagsmanna – Lána starfsmönnum vegna marslauna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 29. mars 2019 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VR hefur tilkynnt að félagið muni gera kröfu í þrotabú WOW air fyrir útistandandi launum, launum í uppsagnarfresti og áunnum réttindum félagsmanna.

Félagið bendir félagsmönnum á mikilvægi þess að skila inn gögnum vegna málsins, launaseðlum síðustu sex mánaða, ráðningarsamningi og öðrum gögnum.

„Rétt er að nefna að launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú sem þýðir að slíkar kröfur eru greiddar fyrstar ef einhverjar eignir eru fyrir hendi í búinu. Ef þrotabúið reynist eignarlaust eru launakröfur tryggðar hjá Ábyrgðarsjóði launa upp að hámarki 633.000 á mánuði. Launakröfur síðustu þriggja mánaða í starfi eru tryggðar auk allt að þremur mánuðum í uppsagnarfresti.“

Félagsmönnum VR er bent á að skrá sig sem fyrst sem atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun þar sem bætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst og jafnframt forsenda fyrir greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa.

„Þar sem laun vegna marsmánaðar verða ekki greidd af félaginu hefur stjórn VR ákveðið að lána starfsmönnum ákveðna upphæð vegna marslauna sem VR fær svo greitt frá Ábyrgðarsjóði launa þegar uppgjör á sér stað. Greiðslan mun ekki nema hærri upphæð en sem sjóðurinn tryggir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar