fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Óður maður sagður hafa hótað geðlækni með kjöthníf: „Þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2019 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að veitast með ofbeldi og hótunum að geðlækni á geðsviði Landspítalans á Hringbraut. Samkvæmt ákæru hótaði hann lækninum með hníf. Hann er enn fremur sakaður um að hafa hótað fjölmörgum lögreglumönnum á aðfangadag í fyrra.

Maðurinn er sakaður um að hafa þann 12. september síðastliðinn hótað geðlækni með hnífi. Í ákæru segir að hann hafi dregið upp kjöthníf úr peysuvasa, gengið í átt að lækninum og otað hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Læknirinn ku hafa flúið viðtalsherbergið en þá hafi maðurinn elt hann með hnífinn á lofti og gerði tilraun til að stinga hann með honum ofarlega í búk eða andlit. Læknirinn náði að verjast honum og varnarteymi geðdeildar yfirbugaði manninn í kjölfarið.

Karlmaðurinn er enn fremur sakaður um að hafa valdið talsverðu uppnámi á aðfangadag. Hann er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna og hótað lögreglumanni sem svaraði. Samkvæmt ákæru sagði hann „ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“. Hann hótaði að stinga alla þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Samtals átta lögreglumenn voru þó sendir til hans og ógnaði hann þeim með tveimur hnífum. Samkvæmt ákæru sagðist maðurinn ætla að leggja til þeirra og eða stinga þá.

Ofan á fyrrnefnd brot er hann ákærður fyrir tvö vopnalagabrot en í báðum tilvikum var hann gómaður með hníf á sér. Hann var auk þess tekinn með tæplega gramm af amfetamíni þegar lögregla hafi afskipti af honum við verslun 66° norður að Laugavegi 17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“