Átta starfsmönnum Lyfju var sagt upp í dag. Uppsagnirnar eru liður í skipulagsbreytingu hjá Lyfju og dótturfyrirtækjum, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu félagsins.
„Við erum að vinna í skipulagsbreytingum og vissulega voru uppsagnir. Átta var sagt upp í samstæðunni allri,“ sagði starfsmaður á skrifstofu Lyfju í samtali við blaðamann.
Sigurbjörn Gunnarsson hætti í janúar sem framkvæmdarstjóri fyrirtækisins og Sigríður Margrét Oddsdóttir tók við stöðunni 1. febrúar síðast liðinn. Fyrirtækið komst á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á síðasta ári, en til þess að komast á þann lista þarf fyrirtækið meðal annars að skilað yfir 50 milljónum í rekstrartekjur árið á undan, jákvæðri ársniðurstöðu síðustu þrjú rekstrar ár og eiga eignir yfir 100 milljónir króna.