fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Fall WOW mun ekki koma í veg fyrir kjarasamninga: „Gríðarlegur skellur fyrir okkar félagsmenn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2019 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur að rekstrarstöðvun WOW-air muni ekki hafa áhrif á kjarasamningagerð. Helstu áhyggjur VR vegna stöðunnar sé vegna þeirra félagsmanna sem hafa nú misst vinnu sína.

Ragnar segir þó að staðan sé vissulega slæm ef rekstrarstöðvunin muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf því þá muni það  hafa áhrif á félagsmenn VR.

„Alveg eins og Samtök Atvinnulífsins, væntanlega, kvíða stöðunni í hagkerfinu þá kvíðum við líka stöðu okkar félagsmanna ef að þetta þýðir verðbólguskot eða eitthvað slíkt. Þá verðum við að tryggja það með enn markvissari hætti að það hafi ekki áhrif á lánamál heimilanna eða kaupmátt þeirra samninga sem við erum að semja um. Það væri þá frekar við sem þyrftum að skerpa á okkar kröfugerð og munum skoða það í ljósi aðstæðna.“

Þannig þetta gæti jafnvel hvatt aðila enn frekar til að ná samningum? 

„Já ég held að ef maður hugsar þetta út frá skynsemissjónarmiðum þá ætti þetta að mótivera aðila enn frekar, eða hvetja aðila enn frekar til þess að klára þetta. En við þurfum svo sannarlega að taka tillit þeirra möguleika sem geta komið upp í stöðunni ef að svartsýnisspár rætast, bæði verðbólguspár og spár um hagvöxt. Við verðum bara að skoða þetta en ég leyfi mér að vona að það hafi ekki áhrif nema þá til að hvetja menn áfram í því að ná skynsamlegri lendingu.“

Ragnar segir að rekstrarstöðvunin hafi ekki komið honum á óvart.

„Svona eftir á að hyggja ekki. Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að ef kröfuhafar myndu breyta skuldum í hlutafé að það væri í sjálfu sér ekki margir valkostir sem kröfuhafar hefðu í stöðunni. En áskorunin fólst í því að félagið myndi tryggja sér aukið rekstrarfé, sem er mjög erfitt. Við vorum svo sem ekki búin að útiloka neitt í þeim efnum og ekki búin að útiloka að þetta færi á þennan veg. Þetta kom ekki mikið á óvart, en þetta eru samt gríðarleg vonbrigði.“

Fyrst og fremst er hugur Ragnars með þeim starfsmönnum sem hafa nú misst vinnuna. VR undirbýr sig nú til að taka á móti þeirra félagsmönnum sem unnu hjá WOW og hefur boðað til fundar á morgun, föstudag, klukkan tvö á Hilton Reykjavík. Þar verður farið yfir réttarstöðu starfsmanna og eru félagsmenn beðni rum að mæta með afrit af launaseðlum síðast liðinna sex mánaða, afrit af ráðningarsamningi, sé hann til, og önnur fylgigögn. Boðið verður upp á léttar veitingar. 

„Við erum með þarna 250 manns sem starfa hjá félaginu og eru félagsmenn í VR og fyrst og fremst er þetta gríðarlegur skellur fyrir okkar félagsmenn sem eru að missa sína vinnu og við erum að undirbúa okkur til að taka vel á móti þessu fólki og stefnum á að halda fund með okkar félagsmönnum sem starfa hjá WOW á morgun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna