fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Segir aðdáendur Costco vera veruleikafirrta og ekki þola gagnrýni á verslunina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein úr Breiðholtinu segir að lítið þýði að koma fram með réttmæta gagnrýni á verslunina Costco vegna þess að viðskiptavinir hennar sem eru í FB-hópnum Costco gleði þoli ekki gagnrýni á hana og sjái ekkert gagnrýnisvert. Hún skrifar á FB-síðu sína:

„Að koma með réttmæta gagnrýni inn í gleði hópinn í kringum Costco og benda fólki á að það sé verið að svindla á því á hverjum degi er eins og að reyna að díla við eitthvað cult dæmi Þetta er actually fólkið sem fer á fætur, horfir í spegil og segir Costco yfirráð eða dauði. 
Galnasta samkoma landsins… 
Og já ég er á grillinu akkúrat núna“

Gagnrýnin sem konan kom með á Costco felst í því að tímarit sem hún keypti í versluninni voru ekki rétt verðmerkt. Verðið sem slegið var inn á kassa var mun hærra en verðið sem tímaritin voru merkt með. Hún skrifar um þetta í FB-hópinn  Costco gleði:

„Aðeins að kasta skugga á gleðigönguna hérna og vara fólk við verðmerkingum annars vegar og svo því sem maður þarf svo að greiða á kassa. Fór undir kvöld og verslaði allskonar og meðal annars 3 tímarit. Tók sérstaklega eftir verði í hillu en ekkert þessara tímarita kostaði meira en 630-680kr. Fór á kassa, hitti einhvern og fylgdist ekki sérstaklega með þegar vörurnar voru skannaðar inn. Borgaði og hentist heim og skoðaði svo strimilinn áðan. Costco hafði af mér í þessari ferð sennilega einhvern 400 kall (sem ég veit um) sem í sjálfu sér er ekki stór upphæð. En það er algjörlega óþolandi að verslunin geti stolið af manni einhverjum 100 köllum í hverri ferð og að engin sé búin að stoppa þetta rugl eða það megi ekki tala um það því að þetta á allt að vera svo skemmtilegt og gaman…“

Það er reyndar svo að konan er ekki tekin harkalega fyrir vegna þessarar gagnrýni hennar eins og hún gefur í skyn en fæstir taka þó undir með henni. Margir segja að það sé á ábyrgð viðskiptavina að skoða vel kassakvittanir en hún segir að það sé á ábyrgð verslunarinnar að veita réttar upplýsingar um verð.  Ein kona skrifar: „Hef aldrei lent í þessu þegar ég versla í Costco, fylgist líka alltaf með á skjánum þegar er skannað inn og reyndar í öðrum verslunum líka.“ Önnur kona segist aðeins í eitt einasta skipti hafa þurft að gera athugasemd við innslegið verð. Aðrir benda málshefjanda á að svona gerist í öllum verslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt