fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Sport

Misjafnt gengi stjarnanna í kínverska boltanum

Wayne Rooney gæti orðið sá launahæsti – Engin ávísun á velgengni að spila í Kína

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð hefur verið skrifað og skrafað um að Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, geti bráðlega fetað í fótspor þeirra fjölmörgu leikmanna sem reynt hafa fyrir sér í kínverska boltanum. Á undanförnum misserum hefur hver stjarnan á fætur annarri farið til Kína þar sem launin eru hvergi betri.

Fullyrt hefur verið að Wayne Rooney gæti orðið launahæsti leikmaður heims fari svo að hann semji við lið í kínversku ofurdeildinni. Talað hefur verið um að Rooney gæti fengið 750 þúsund pund á viku sem eru rúmar 100 milljónir króna!

En hvernig hefur stjörnunum í kínverska boltanum vegnað eftir að hafa komið frá félögum í ensku úrvalsdeildinni eða spilað fyrir ensk lið? Breska blaðið Mirror birti nokkur dæmi og er óhætt að segja að sumir þeirra hafi átt erfitt uppdráttar.


Mynd: EPA

Graziano Pelle

Einkunn: 6/10

Pelle sló í gegn með Southampton í enska boltanum áður en hann var seldur til Kína í fyrrasumar. Talið er að Pelle þéni 295 þúsund pund á viku, rúmar 40 milljónir króna, með liði sínu Shandong Luneng. Pelle hefur spilað 15 leiki fyrir liðið og skorað 5 mörk.


Mynd: epa.eu

Oscar

Einkunn: 7/10

Brasilíumaðurinn Oscar kom mörgum á óvart fyrir skemmstu þegar hann ákvað að yfirgefa herbúðir Chelsea og halda til Kína. Hann spilar fyrir Shanghai SIPG og þénar um 400 þúsund pund á viku, 55 milljónir króna. Oscar hefur farið ágætlega af stað með liði sínu og skorað í tveimur fyrstu leikjum sínum.


Carlos Tevez

Einkunn: 2/10

Argentínski snillingurinn spilar fyrir Shanghai Shenhua og er launahæsti leikmaður heims með 615 þúsund pund á viku, tæpar 85 milljónir króna. Tevez er sagður óánægður í Kína og með heimþrá. Tevez hefur aðeins spilað einn leik fyrir lið sitt á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru frá því hann samdi við Shenhua.


Demba Ba

Einkunn: 8/10

Demba Ba hefur nú verið í herbúðum Shanghai Shenhua í eitt og hálft ár. Ba þénar ekki jafn mikið og aðrar erlendar stjörnur, en talið er að hann fái sem nemur 15 milljónum króna á viku. Hann fótbrotnaði illa í fyrrasumar en er á góðum batavegi. Áður en hann fótbrotnaði hafði Senegalinn skorað 20 mörk í 31 leik fyrir lið sitt.


Paulinho

Einkunn: 9/10

Brassinn þótti spila ágætlega fyrir Tottenham en hann samdi við Guangzhou Evergrande árið 2015. Hann er fastamaður í sínu liði og hefur leikið 43 leiki. Þá hefur hann skorað 10 mörk. Félagið hefur unnið kínversku ofurdeildina tvö ár í röð og hefur Paulinho verið í algjöru lykilhlutverki í velgengni liðsins.


Ramires

Einkunn: 4/10

Brasilíski miðjumaðurinn Ramires yfirgaf Chelsea í janúar í fyrra og samdi við Jiangu Suning. Hann þénar 190 þúsund pund á viku, eða 26 milljónir króna. Á sínu fyrsta tímabili spilaði Brassinn 26 leiki og skoraði 4 mörk. Hann hefur ekki alveg þótt standa undir væntingum og fékk til að mynda að líta rauða spjaldið í sínum fyrsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm