fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Rafrettusali á Reyðarfirði sakaður um markaðssetningu til barna með því að blanda saman ísbúð og rafrettusölu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 14:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á Reyðarfirði er gagnrýndur fyrir að vera með ísbúð og rafrettuverslun í sama húsnæðinu og undir sameiginlegu nafni, Shake n´ Vape. Foreldrar á Reyðarfirði hafa áhyggjur af ástandinu og gagnrýna mjög þessa markaðssetningu. Þetta kemur fram á fréttavefnum austurfrett.is. Þar segir meðal annars:

„Ísbúð verður opnuð í húsnæðinu sem áður hýsti Shell-stöðina á Reyðarfirði á sunnudag en þar hefur rafrettuverslunin, Djákninn verið til húsa síðan í haust. „Húsið er 150 fermetrar og Djákninn er í 20 fm lokuðu rými,“ segir Gunnar Viðar Þórarinsson, eigandi ísbúðarinnar og Djáknans.“

Eigandinn segir að ávallt hafi verið gætt að aldurstakmarki inn í rafrettubúðina og það verði áfram, enginn undir 18 ára aldri fari inn í rafretturými verslunarinnar.

Mest fer fyrir brjóstið á foreldrum samkrull íssölunnar og rafrettusölunnar í sameiginlegu nafni staðarins. Um þetta segir í fréttinni:

„Samhliða opnun ísbúðarinnar verður búðin merkt með nafninu „Shake n‘ Vape“ og merki sem sýnir bæði ís og rafrettu. Það samkrull er það sem helst hefur farið fyrir brjóstið á foreldrum á Reyðarfirði sem hafa áhyggjur að verið sé að reyna að markaðssetja rafrettur til ungmenna með þessum hætti. „Við hvetjum foreldra til að nýta tækifærið til að ræða við börn sín um gagnrýni á markaðssetningu,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, formaður foreldrafélags grunnskólans á Reyðarfirði.“

En eigandinn segir að farið verði í einu og öllu eftir þeim reglum að selja eingöngu 18 ára og eldri rafrettuvarninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt