fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Hver verður næsti seðlabankastjóri? Arnór líklegastur en róðurinn þungur fyrir Vilhjálm

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2019 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán manns sóttu um stöðu seðlabankastjóra en nöfn umsækjenda voru opinberuð í gær. Fjölmargir öflugir umsækjendur eru í þessum hópi; allt frá vel menntuðum hagfræðingum til fyrrverandi þingmanna og ráðherra.

Nú hefur veðmálasíðan Coolbet opnað fyrir veðmál á hver verður næsti seðlabankastjóri og eru stuðlarnar nokkuð athyglisverðir. Þannig er Arnór Sighvatsson talinn líklegastur með stuðulinn 1,80 en þar á eftir kemur önnur tveggja kvenna sem sóttu um; Katrín Ólafsdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík. Hún er með stuðulinn 3,50.

Sá sem leggur þúsund krónur undir á að Arnór verði seðlabankastjóri getur því vænst þess að fá 1.800 krónur til baka en 3.500 ef Katrín verður skipuð í embættið.

Í Twitter-færslu Coolbet Ísland segir að stuðlarnir verði uppfærðir reglulega fram að kjöri og því gætu þeir tekið breytingum þegar nær dregur. Ekki er ljóst hvað liggur til grundvallar þessum stuðlum.

Arnór er ráðgjafi seðlabankastjóra og hefur hann starfað í Seðlabankanum um langa hríð. Hann var aðstoðarseðlabankastjóri um langa hríð en lét af embætti í fyrrasumar eftir að fimm ára skipunartími hans rann út. Þar áður var hann aðalhagfræðingur bankans. Hann er með doktorspróf í hagfræði frá Bandaríkjunum.

Á eftir Arnóri og Katrínu kemur Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta- og fjárstýringar í Seðlabankanum. Stuðullinn á að hann verði fyrir valinu er 6. Þar á eftir koma Ásgeir Brynjar Torfason (7), Ásgeir Jónsson (8,5), Benedikt Jóhannesson (9) og Þorsteinn Þorgeirsson (9).

Jón G. Jónsson er með stuðulinn 10 og Gylfi Magnússon stuðulinn 12. Þar á eftir koma Gunnar Haraldsson (13), Gylfi Arnbjörnsson (15), Hannes Jóhannsson (17), Jón Daníelsson (25), Sigurður Hannesson (27), Salvör Sigríður Jónsdóttir (35). Lestina rekur Vilhjálmur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum
Fréttir
Í gær

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“