fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Umdeildur stuðningsmaður Ísraels heldur erindi hér á landi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er ákafur stuðningsmaður Ísraelsríkis og ísraelskra stjórnvalda og tekur ávallt upp hanskann fyrir þau. Hann er einnig þekktur fyrir að gagnrýna harkalega fjölmiðla sem skrifa með neikvæðum hætti um Ísrael. Norðmaðurinn Conrad Myrland heldur erindi á  miðvikudagskvöld á Hótel Sögu á stofnfundi Íslandsdeildar Ísraelsvinasamtakann MIFF.

Í kynningartexta um fundinn segir:

Þér er boðið á sérstakan stofnfund miðvikudaginn, 27.mars kl.20:00. Fundurinn verður haldinn í Heklusal Hótel Sögu, Hagatorgi 107 Reykjavík.

Gestur okkar, Conrad Myrland frá Með Israel for fred (MIFF) í Noregi, er ræðumaður kvöldsins og mun einnig svara spurningum viðstaddra. Þetta kvöld mun þá einnig vera stofnsetning Með Ísrael fyrir frið (MIFF) á Íslandi.

Félagið Með Ísrael fyrir frið (MIFF) var stofnað sem meðlimafélag árið 1978 í Noregi. MIFF styður rétt gyðinga til að eiga sitt eigið heimaland. Markmið okkar er að deila upplýsingum sem leiðrétta rangfærslur og hlutdrægni fjölmiðla gagnvart gyðingaþjóðinni. MIFF er á engan hátt trúarleg eða flokksbundin félagsstarfsemi og opin öllum þeim sem aðhyllast stefnu okkar og tilgangi.

Frá því að Conrad (39) tók við sem framkvæmdastjóri félagsins MIFF í Noregi árið 2007, hefur félagið vaxið úr tæplega 2000 meðlimum í 11.000 meðlimi. MIFF hóf þá starfsemi í Danmörk á síðasta ári og er nú að teygja anga sína til Íslands.

Markmið okkar er að vera kröftug rödd fyrir Ísrael í íslensku þjóðfélagi. Það er brýn þörf á að standa gegn hlutdrægni fjölmiðla og þeim röddum sem vilja sverta og sniðganga Ísrael.

Komdu og gerðust meðlimur frá fyrsta degi þann 27.mars.

Á fundinum verða eftirfarandi atriði rædd:

•Fölsuð mynd Ísrael á Norðurlöndunum

•Af hverju Ísland gerði skelfileg mistök þegar það viðurkenndi Palestínu sem ríki

•Starfsemi og virkni Með Ísrael fyrir frið á Íslandi

•Spurningum svarað

Conrad mun tala á ensku en túlkað verður yfir á íslensku

Taktu með þér fjölskyldumeðlimi og vini og búðu þig undir áhugavert og fræðandi kvöld!

DV sendir fyrirspurn á Facebook-síðu samtakanna þar sem óskað var eftir nánari upplýsingum um hverjir stæðu að baki komu Myrlands hingað til lands og væru í stjórn Ísraelsvinasamtakanna íslensku. Viðtakendur sáu fyrirspurnina en henni hefur ekki verið svarað. Þekkt stuðningsfólks Ísraelsríkis hér á landi ætlar á fundinn, þar má meðal Margrét Friðriksdóttir. Margréti líst vel á fundinn en hefur ekki upplýsingar um nákvæmlega hverjir stýra félaginu núna eða hverjir fengu Norðmanninn hingað til lands. Margrét segir:

„Þetta er angi af gamla félaginu AVIV á Íslandi sem ég er í og Ívar Haldórsson var formaður þar, en nú er verið að stækka félagið meira og breyta formlega nafninu í MIFF eða Með Ísrael fyrir friði sem stofnað var í Noregi árið 1978, en Conrad hefur ferið framkvæmdastjóri þar síðan 2007 og hefur félagið vaxið úr tæplega 2000 meðlimum í 11.000 meðlimi síðan þá.“

Sjá nánar á Facebook-síðu viðburðarins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“