fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Bjarni áhyggjufullur vegna WOW: Skattfé verði ekki sett í áhætturekstur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 13:34

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin varðandi WOW air. Hann segist ekki sjá neina réttlætingu í því að setja skattfé í áhætturekstur og vísar þannig í rekstur flugfélagsins sem stendur höllum fæti.

Bjarni ræddi þetta við mbl.is í hádeginu. Fundað var í stjórnarráðinu í morgun en Bjarni segir fundurinn hafi ekki verið um vanda WOW. Hann segist vona að farsæl niðurstaða fáist í málið fyrir ferðaþjónustuna í landinu og ljóst sé að miklir hagsmunir séu í húfi.

Bjarni segir að í raun hafi ekkert breyst varðandi að komu stjórnvalda eftir að tilkynnt var um viðræðuslit WOW og Icelandair Group. „Þarna er um að ræða fyr­ir­tæki í einka­eigu sem er að reyna að greiða úr sín­um fjár­hags­vanda og það hef­ur ekk­ert breyst.“

Bjarni var einnig spurður að því hvort til greina kæmi að fara sömu leið og Þjóðverjar fóru þegar flugfélagið Air Berlin fór í þrot. Þá lögðu þýsk yfirvöld skiptastjóra félagsins fé til að halda rekstrinum gangandi þar til nýr eigandi kom að borðinu. Bjarni segir ekki komið að því að tala um neitt slíkt.

„En stjórn­völd eru vel upp­lýst og vita hvað get­ur gerst. Við höf­um ekki rætt um að stíga inn í þenn­an vanda,“ sagði Bjarni sem bætti við að hann hefði haft áhyggjur af því að langan tíma tæki að greiða úr fjárhagsvandanum.

„Við erum að horfa á flugrekst­ur frá Íslandi, sem er í blóðugri alþjóðlegri sam­keppni, meðal ann­ars við mjög stór alþjóðleg fyr­ir­tæki sem eru sömu­leiðis í vanda. Svo markaðsaðstæður eru all­ar mjög erfiðar, að því er virðist, og sam­keppn­in gríðarleg,“ seg­ir Bjarni sem var að lokum spurður að því hvort stjórnvöld myndu ekki blanda sér í málefni félagsins. Bjarni svaraði því til:

„Ég hef áður sagt að við sjá­um ekki neina rétt­læt­ingu í því að setja skatt­fé inn í þenn­an áhætt­u­r­ekst­ur. Það er sú lína sem við höf­um haft og það er enn í gildi.“

Frétt mbl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“