fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Aðkoma ríkisins að WOW er ekki útilokuð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 11:18

Icelandair og WOW. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðkoma ríkisins að björgun WOW air ekki útilokuð. Samkvæmt heimildum DV kæmi bein fjarhagsaðstoð eða ábyrgðir þó ekki til greina, enda er WOW í samkeppnisrekstri og ríkið lítur ekki á það sem sitt hlutverk að bjarga félagi eins og WOW með beinum framlögum.  Ráðherrar hafa þegar talað skýrt hvað þetta varðar.

Önnur aðstoð kæmi þó mögulega til greina, en þær viðræður eru í raun ekki farnar af stað. Fundur ráðherra í gær var fyrst og fremst til að glöggva sig á stöðunni og engar nýjar óskir varðandi aðkomu ríkisins  hafa verið lagðar fram af hendi forsvarsmanna WOW air.

Forsvarsmenn WOW hafa lagt fram skýrslu um áhrif mögulegs brotthvarfs þess á efnahagsþróun, en skýrslan var unnin af Reykjavík Economics að beiðni flugfélagsins. Þar kemur fram að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0.9 til 2.7% á  einu ári, fari félagið í þrot. Þá munu gengi krónunnar veikjast, verðbólga aukast og sömuleiðis atvinnuleysi. Heimildamenn DV segja að líta verði til þess að skýrslan sé keypt af WOW air og staðan þurfi alls ekki að vera svo slæm.

Nú er beðið eftir niðurstöðu viðræðna Skúla Mogensen við skuldabréfaeigendur og lánadrottna, en ætla má að gjaldþrot sé það síðasta sem þessir aðilar vilji, enda tapast þá háar fjárhæðir. Staðan er þó mjög þröng og raun „krítísk“ eins og enn viðmælanda DV sagði morgun sem þekkir vel til í þessum geira. Hann benti þó á að ef áætlanir Skúla Morgensen gengju eftir þá yrði flugfélagið tiltölulega skuldlítið og framundan væru þokkalegir mánuðir í farmiðasölu, en almennt er júnímánuður sterkastur yfir sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“