fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Inga Sæland brjáluð: „Þetta er gegnumspillt og ógeðslega rotið“ – Sjáðu samanburðinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Burt með þetta ógeðslega vaxtaokur óverðtryggða lána,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, á Facebook-síðu sinni þar sem hún deilir samanburði Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga, á lánskjörum milli nokkurra landa.

Sjá einnig: Vilhjálmur segir brýnt að taka á vaxtaofbeldi – Sjáðu vaxtaokrið sem íslensk heimili verða fyrir

„Íslensk heimili þurfa að greiða tæpum 110 þúsundum króna meira í vaxtakostnað í hverjum mánuði en finnsk heimili,“ sagði Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni á liðnu ári þar sem hann talar um „vaxtaofbeldi“ á Íslandi. Vilhjálmur hefur verið áberandi í baráttu sinni fyrir lægri vöxtum og afnámi verðtryggingar, svo dæmi séu tekin.

Inga Sæland segir að Íslendingar séu kúgaðir inn í kerfi verðtryggingarinnar, hvort sem þeim líki betur eða verr. „Kerfi sem við ráðum ekkert við og vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Lánardrottnar halda sínu, sama hvað.“

Hún minnir á að ríkissjóður verður í ár af sjö milljarða króna tekjum út af lækkun bankaskattsins sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, setti í forgang  „umfram nánast allt það sem skiptir hvað mestu máli fyrir fólkið í landinu“.

„Belti, axlabönd og björgunarbátur er öryggisventill fjármálaelítunnar á meðan almenningi blæðir út. Þetta er gegnumspillt og ógeðslega rotið svo ekki sé fastar að orði kveðið.“

Mynd/Vilhjálmur Birgisson

Fréttatíminn birti líka sláandi mynd þar sem vextir á Íslandi eru bornir saman við vexti í Færeyjum.

Mynd/ Fréttatíminn

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“