fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Réðst á mann í Laugardalnum – Hélt hann væri að hlæja að sér

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 23. mars 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um tvítugt sem var ákærður fyrir alvarlega líkamsárás var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku, þrátt fyrir að hafa játað á sig sakir. Hann má þó ekki um frjálst höfuð strjúka því hann var dæmdur til að sæta ótímabundið öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Maðurinn var ákærður fyrir að ráðast að tilefnislausu að öðrum manni með miklum ofsa í laugardalnum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var í göngutúr með hundinn sinn um miðjan dag þegar ráðist var á hann. Atlagan beindist aðallega að höfði þolandans og beitti árásarmaðurinn hnefunum, sem og reiðhjóli. Þolandinn slasaðist töluvert og var fluttur af vettvangi með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu síðar.

Eftir árásina var þolandinn meðal annars brotinn á augnatótt, nefbeinsbrotinn og með nokkra 2-4 sentímetra skurði.

Árásarmaðurinn játaði brot sín skýlaust, en dómari taldi þrátt fyrir það ekki fært að sakfella hann, því maðurinn er það veikur á geði að hann er ósakhæfur.

Samkvæmt niðurstöðu geðlæknis hafði árásarmaðurinn búið við erfiðar aðstæður og ástand hans versnað mikið undanfarin ár. Jafnframt taldi hann líklegt að maðurinn glímdi við geðrofssjúkdóm og væri líklega ekki sakhæfur. „Að minnsta kosti þegar hann ráðist að fólki án nokkur tilefnis. Hann upplifi þá skilaboð til sín sem aðrir verði ekki varir.“

Í matsgerð kemur fram að þegar geðlæknir hafi  talað við ákærða hafi hann ekkert kannast við árásina: „Hann virðist hafa verið í mjög annarlegu ástandi og hafa ráðist á brotaþola án nokkurs tilefnis en hafa talið brotaþola ávarpa sig og hlæja að sér.“

Læknirinn taldi manninn hættulegan öðrum og að nauðsynlegt væri að vista hann á öryggisgeðdeild. Dómari tók undir þetta og í niðurstöðu segir : „Það er álit dómsins að ákærði hafi, á þeim tíma sem um ræðir í þessu máli, verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum.“

Þolandi fór fram á ríflega 5 milljónir í skaðabætur. Fallist var á að þolandi ætti rétt til bóta og þótti dómara þær hæfilega ákveðnar 900 þúsund krónur.

Ekki er vitað  hversu lengi árásarmaðurinn verður vistaður á öryggisgeðdeild, en af niðurstöðu dóms má álykta að það verði ekki fyrr en öðrum stafi ekki lengur hætta af manninum.

„Þykir því nauðsynlegt, vegna réttaröryggis, að ákærði sæti áfram öryggisgæslu á viðeigandi stofnun og gangist undir viðeigandi meðferð vegna veikinda sinna. Meðferðin verður áfram undir eftirliti yfirlæknis öryggis- og réttargeðdeildar og er ákærða skylt að hlíta viðeigandi meðferð, hvort sem hún er í formi viðtala eða lyfjagjafar, þar með talið í sprautuformi, allt eftir nánari ákvörðun yfirlæknis hverju sinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd