fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Stuttmyndin um Viðar Örn sem hætti við að hætta – Reiður Kjartan Henry

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 19:43

Viðar kom víða við á ferlinum og KA vonast til að reynsla hans hjálpi liðinu í Evrópukeppni í sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er þá er Viðar Örn Kjartansson mættur aftur í íslenska landsliðið en þetta var staðfest í vikunni.

Viðar hefur lítið spilað undanfarna mánuði en hann hefur verið á mála hjá rússnenska félaginu Rostov.

Hammarby í Svíþjóð tryggði sér þó þjónustu Viðars á dögunum og fær hann vonandi meira að spila þar í landi.

Viðar stóð ekki lengi við þá ákvörðun að hætta með landsliðinu og var snöggur að taka tilboði landsliðsþjálfarana um að snúa aftur.

Það þýðir að Kjartan Henry Finnbogason fær ekki tækifæri í hópnum en hann á að baki 11 landsleiki og hefur gert í þeim tvö mörk.

Kjartan spilar í dag fyrir lið Vejle í Danmörku en var áður á mála hjá AC Horsens þar sem hann skoraði mikið af mörkum.

Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fjölnis, er mikill húmoristi og gerði grín að þessu útspili á Twitter-síðu sinni.

Kjartan hafði áður sjálfur gert grín að þessu á sinni eigin síðu sem má sjá með því að smella hér.

,,Viðar Örn Kjartansson hættur. Viðar Örn Kjartansson ekki hættur. The Movie,“ skrifar Albert og birtir svo ansi skemmtileg myndband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Richarlison í fyrstu umferðinni

Sjáðu frábært mark Richarlison í fyrstu umferðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Haaland með tvennu í fyrsta leiknum

England: Haaland með tvennu í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur
433Sport
Í gær

Leikmaður City nú orðaður við Forest

Leikmaður City nú orðaður við Forest
433Sport
Í gær

Blanda sér óvænt í baráttuna um Hojlund

Blanda sér óvænt í baráttuna um Hojlund
433Sport
Í gær

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“