fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Kjartan Henry heldur áfram að varpa sprengjum og notar nú Steinda: ,,Ég er hættur við að hætta við“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Kjartan Henry Finnbogason framherji Vejle, í Danmörku virðist óhress með valið á íslenska landsliðinu og að hann sé ekki í myndinni.

Kjartan Henry var í umræðunni áður en fyrsti landsliðshópurinn fyrir undankeppni EM var valinn á fimmtudag, í síðustu viku.

Hann var ekki í þeim hóp sem kom mörgum á óvart enda aðeins, tveir framherjar í hópnum. Alfreð Finnbogason og Björn Bergmann Sigurðarson, eru í hópnum.

Það kom mörgum á óvart í gær þegar Viðar Örn Kjartansson, var kallaður inn í hópinn en hann hafði hætt með landsliðinu á síðasta ári. Hann hafði hins vegar sagt að hann myndi íhuga endurkomu.

Kjartan birtir myndband á Twitter í dag með vitnun í Steinda Jr. ,,Ég er hættur við að hætta við,“ segir Steindi og má ætla að Kjartan sé þarna að vitna í þá staðreynd að Viðar Örn, hafi hætt við að hætta með landlsiðinu.

Viðar gekk svo í raðir Hammarby um helgina og var kallaður inn í hópinn í dag fyrir leiki í undankeppni EM, þar sem liðið mætir Andorra og Frakklandi. Ekki hefur fengist skýring á því af hverju Viðar er kallaður inn í hópinn.

Kjartan virtist tjá sig með fremur einföldum hætti á Twitter í gær þegar hann birti færslu, með tjámerki sem lokar á sér munninum. Færsla Kjartans hefur fengið mikil viðbrögð, hana má sjá hér að neðan.

Ætla má að Kjartan sé með þessu að lýsa yfir óánægju sinni með þá staðreynd að Erik Hamren horfir framhjá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega
433Sport
Í gær

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“
433Sport
Í gær

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“