fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Kristján Steinarsson er látinn: „Þetta var sárt, verulega sárt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2019 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Góður vinur og félagi, einn af rekstraraðilum fyrstu kosningamiðstöðvar Pírata, hefur kvatt okkur. Kristján Steinarsson er látinn. Ég vil skilja hérna eftir til þeirra sem þekktu hann, innan flokksins ásamt til fjölskyldu og aðstandenda, innilegar samúðarkveðjur. Þetta var sárt, verulega sárt…! Elsku Kristján… Takk fyrir mig kæri vinur og far vel, við hittumst vonandi síðar.“

Kristján Steinarsson var 49 ára.

Þetta skrifar ‎Sævar Óli Helgason‎ innan Facebook-hópsins Píratar í Reykjavík. Þar minnast Píratar fallins félaga og velta upp þeirri hugmynd að borgarstjórnarflokkur þeirra minnist hans sérstaklega við tækifæri. Kristján var 49 ára.

Þórgnýr Thoroddsen, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Pírata, þakkar Sævari fyrir tilkynninguna. „Þetta er mikil sorgarfrétt! Þakka þér fyrir að koma þessu til okkar,“ skrifar Þórgnýr. Alexandra Briem, núverandi varaborgarfulltrúi, tekur undir. Hún segir:

„Mikið er það leitt að heyra. Samúðarkveðjur frá mér.“

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður flokksins, segir Kristján hafa mikið gert fyrir flokkinn. „Væri ekki við hæfi að borgarstjórnarflokkur Pírata í Reykjavík eða Píratar í Reykjavík myndi minnast Kristjáns þegar tækifæri gefst? Kristján vann mikið í fyrstu kosningum Pírata í Reykjavík, þrammaði allt Breiðholtið með bæklinga, hellti upp á kaffi og gekk í þau störf sem þurfti,“ segir Ásta Guðrún og bætir við:

„Ég geri mér grein fyrir því að það eru eflaust margir hér sem kannski þekktu hann ekki, þar sem hann datt soldið úr starfinu í seinni tíð, af ýmsum ástæðum. Ég veit ekki hvernig best væri að fara að því, og vil heyra í ykkur hér – annaðhvort að senda blóm eða samúðarkveðju þegar við á.“

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi, segir þetta þjóðráð. „Algjörlega rakið. Finnum út úr því hvað er mest við hæfi að gera.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“