fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Eiður gerir grín að börnunum: Aldís – „Ég er orðlaus að það sé skóli sem deili þessu“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöðufærsla sem Eiður nokkur Þórarinsson skrifaði á dögunum hefur vakið talsverða athygli og verið dreift víða. Þar gerir hann grín að mótmælum barna gegn loftlagsvanda heims. Sumir taka undir og hefur til að mynda Háteigsskóli deilt færslunni á Facebook á meðan aðrir fordæma orð Eiðs.

„Kæru mótmælendur og börn, nú þar sem þið berjist fyrir loftslagsmálum af svona mikilli einurð er rétt að við foreldrar tökum þátt í þessu og hér eftir verður þessum aðgerðum komið í framkvæmd, þið labbið í skólann eða í ræktina, hjólið eða takið strætó. Við minnkum við ykkur vikupeninga svo minna sé hægt að eyða í sælgæti og annan óþarfa. Utanlandsferðir og önnur óþarfa ferðalög þar sem flug krefst verður hætt með öllu og eingöngu ferðir upp og niður Esjuna og gönguferðir og reiðhjólaferðir í nágrenni bæjarins sem þið búið,“ segir í stöðufærslu Eiðs.

Hann heldur áfram og telur upp fleiri hluti sem börn verða að neita sér um.

„Endurnýjun á farsímum verður sett takmörk, aðeins endurnýjað á 4 ára fresti og með ströngum reglum um notkun. Krafist verður að þið nýtið fötin ykkar lengur og farið vel með það sem þið nú þegar hafið. Sturtuferðir á heimilum og annan venjulegan þrifnað verður að stilla í hóf og gæta þess að nota ekki mikið sjampó og annan hættulegan efnafarða svo sem andlitskrem og annan óþarfa. Stilla verður í hóf allri tölvunotkun þar sem endurnýjun á þessu hættulegu hlutum stuðla af mikilli rafmagnsnotkun og óþarfa vökum fram eftir sem eykur ljósanotkun og ísskápsferðir. Svo ekki sé minnst á alla pizzu og gosdrykkja austur. Vona að þið kæru mótmælendur og verðandi stjórnendur og þegnar þessa lands, takið þessum aðgerðum fagnandi. Við foreldrar styðjum ykkur,“ skrifar Eiður.

https://www.facebook.com/eidur.thorarinsson/posts/10218520194785898

Líkt og fyrr segir hefur boðskapi Eiðs verið mótmælt af sumum, sér í lagi á Twitter. „Hvurslags hrokkafullur, niðurtalandi, bessaevissa póstur er verið að dreifa á þessari ömurlegu facebook núna?! Endilega gerum lítið úr hreyfingu milljóna barna sem segja sannleikann. Það eru ansi margir berir keisarar þarna úti,“ skrifar Sigrún nokkur. Hún er spurð hvaða póst hún eigi við og Stefán Pálsson sagnfræðingur svarar því: „Eitthvað svona: hoho, þið börnin nennið ekki að labba í skólann og eruð bara að hanga í óvistvæna snjallsímanum ykkar! Hvað þykist þið vita? – Leim.“

Aldís Mjöll Geirsdóttir, fyrrverandi formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, gagnrýnir færsluna og þá sem deila henni ítarlega á Twitter.

„Af hverju eru þessir tæplega 250 einstaklingar sem hafa deilt þessu ekki frekar að hvetja og styðja þau ungmenni sem hafa verið að mæta á Austurvöll & krefjast aðgerða stjórnvalda til að tryggja örugga framtíð sína og tilveru, í stað þess að gera lítið úr þeim? Ég hef líka fulla trú á því að þau sem mæta á Austurvöll geri sér alveg grein fyrir að þau geti haft áhrif með sínu einstaklingsframlagi og þessar aðgerðir gætu bara verið mjög sniðugar og skemmtilegar ef settar fram jákvætt o.s.fr,“ skrifar Aldís.

Hún segist orðlaus yfir því að Háteigsskóli hafi deilt færslunni á Facebook-síðu sinni. „Það er verið að kalla eftir löngu tímabærum aðgerðum stjórnvalda og stóriðju. Auðvitað þurfum við að leggja okkar af mörkum en við sem einstaklingar getum og eigum ekki bera ábyrgð á öllum loftlagsvandanum eins & hann leggur sig. Stjórnvöld verða að grípa inn í loftslagsverkfall. Ég er orðlaus að það sé skóli sem deili þessu. Hvernig virðingu ber viðkomandi, sem sér um þessa síðu, fyrir nemendum skólans og öðrum sem eru að leggja sitt af mörkum í baráttunni?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“