fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Starfsgreinasambandið slítur viðræðum við SA

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2019 12:05

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar -Iðju, og SGS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsgreinasambandið hefur slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins, en þetta var ljóst eftir árangurslausan fund samningsaðila hjá ríkissáttasemjara í morgun.

Í frétt mbl.is er haft eftir Birni Snæbjörnssyni, formanni Starfsgreinasambandsins, að ekkert nýtt tilboð hafi komið fram frá Samtökum atvinnulífsins. Á föstudag sagði Starfsgreinasambandið að viðræðuslit væru yfirvofandi ef ekkert nýtt kæmi fram.

„Samninganefnd SGS samþykkir að komi ekki nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins á næstu dögum hafi viðræðunefndin fulla heimild til lýsa yfir árangurslausum viðræðum þrátt fyrir milligöngu Ríkissáttasemjara og slíta viðræðum,“ sagði í tilkynningu sambandsins á föstudag.

Viðræðuslitin þýða að meiri líkur eru nú á að félagsmenn Starfsgreinasambandsins, sem eru um 20 þúsund í það heila, fari í verkfall í apríl eða maí.

„Þetta þýðir að við för­um í að kalla sam­an okk­ar aðgerðahóp og þar mun­um við taka ákvörðun um það hvernig við mun­um í fram­hald­inu skipu­leggja okk­ur til þess að setja meiri þrýst­ing á að ná kjara­samn­ing­um,“ sagði Björn í samtali við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“