fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

10 milljóna ráðherrabíll keyptur eftir kosningar

Umhverfisráðherra á nýjum Mercedes Benz-lúxusjeppa – Eftir að endurnýja tvo og kaupa þriðja fyrir nýjan ráðherra

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 09:00

Umhverfisráðherra á nýjum Mercedes Benz-lúxusjeppa – Eftir að endurnýja tvo og kaupa þriðja fyrir nýjan ráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið festi þann 23. nóvember síðastliðinn kaup á nýjum og glæsilegum Mercedes Benz GLE 500e ráðherrabíl og endurnýjaði þar með 11 ára gamla ráðherrabifreið ráðuneytisins. Lúxusjeppinn, sem er tengitvinnbíll og gengur því fyrir bæði eldsneyti og rafmagni, kostaði 9.973.000 krónur. Björt Ólafsdóttir tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra þann 11. janúar síðastliðinn.

Bílar keyptir fyrir 87 milljónir

Átta af tíu núverandi ráðherrabifreiðum ríkisins hafa verið endurnýjaðar frá árslokum 2014 til ársloka 2016 fyrir rétt tæpar 87 milljónir króna. Þær tvær sem eftir á að endurnýja í flotanum eru komnar til ára sinna og ljóst að fljótlega þarf að skipta þeim út. Þá er einn nýr ráðherra ríkisstjórnarinnar án ráðherrabifreiðar sem stendur en hann mun fá nýja bifreið á næstunni.

DV hefur fjallað ítarlega um endurnýjun á ráðherrabílaflotanum síðustu mánuði þar sem margar glæsilegar og dýrar bifreiðar hafa verið keyptar til að leysa af hólmi mikið eknar og lúnar bifreiðar fyrri ríkisstjórna sem flestar voru komnar til ára sinna.

BMW X5 40e xDrive sem keyptur var á 9.150.000 kr. í maí 2016.
Ráðherrabíll dómsmálaráðherra BMW X5 40e xDrive sem keyptur var á 9.150.000 kr. í maí 2016.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nú síðast í október greindi DV frá því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefði gengið frá kaupum á nýjum og glæsilegum Volvo XC90 T8-tengitvinnjeppa fyrir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á 9,4 milljónir króna, stuttu fyrir kosningar. Sú bifreið þjónar nú Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, nýjum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Jón á leigubíl

En þar sem ráðherrum var fjölgað úr tíu í ellefu við myndun núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, þá er ljóst að fjölga þarf um einn bíl í bílaflotanum í samræmi við það. Það mun koma í hlut innanríkisráðuneytisins að kaupa þann bíl fyrir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra en ráðherrar ráðuneytisins eru nú tveir eftir að því var skipt upp og Sigríður Á. Andersen gerð að dómsmálaráðherra. Hún fékk BMW X5-jeppa innanríkisráðuneytisins sem keyptur var síðasta vor en ráðuneytið hefur leigt Chrysler-ráðherrabifreið fyrir Jón sem hann mætti einmitt á til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þann 11. janúar síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er verið að skoða kaup á nýjum ráðherrabíl fyrir samgönguráðherrann.

Óttar og Þorsteinn á elstu bílunum

Það er velferðarráðuneytið sem eftir á að endurnýja ráðherrabifreiðar sínar tvær, sem báðar eru orðnar níu ára gamlar og hafa hingað til hafa þjónað heilbrigðisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra. Óttarr Proppé, nýr heilbrigðisráðherra, er sem stendur á 2008 árgerð af Volvo XC90 og Þorsteinn Víglundsson, nýr félags- og jafnréttismálaráðherra, á 2008 árgerð af Land Rover Freelander 2. Eftir því sem DV kemst næst mun þurfa að endurnýja báðar bifreiðarnar á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Í gær

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“
Fréttir
Í gær

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu