fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Þegar Árni sparkaði í rassinn á Össuri: „Við Össur vorum bara að grínast“

Auður Ösp
Laugardaginn 16. mars 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dag einn í nóvember 1995 hélt Össur Skarphéðinsson, þáverandi þingmaður Alþýðuflokksins, ræðu á þinginu sem var öðrum þingmanni, Árna Johnsen, ekki að skapi. Össur hafði orð á því í lokin að hann teldi sig heyra háttvirtan þingmann Árna Johnsen hrista höfuðið yfir því sem fram fór.
DV tók saman nokkrar eftirminnilegar uppákomur sem hafa átt sér stað innan veggja Alþingishússins í gegnum tíðina.  Greinin birtist í heild sinni í nýjasta helgarblaði DV en hér fyrir neðan má lesa stutt brot.
Árni brást illa við þessum ummælum Össurar og elti hann fram á gang þinghússins þar sem hann greip í eyra hans og heimtaði að tala við hann. Þegar Össur ætlaði að ganga í burtu tók Árni sig til og sparkaði hressilega í afturendann á honum þannig að Össur féll niður stiga og hlaut minniháttar áverka.
Í samtali við Tímann sakaði Árni fjölmiðla um móðursýki og sagði þá blása atvikið upp: „Við Össur vorum bara að grínast.“

Össur var síðar meir spurður hvort hann ætlaði að bregðast við þessari framkomu Árna en svaraði þá að hann „vildi ekki elta ólar við mann með greindarvísitölu á við íslenska sauðkind.“

Á seinasta ári ritaði Össur pistil og rifjaði upp þetta atvik.

„Sjálfur fór ég eitt sinn yfir æskileg mörk kaldhæðninnar í vondri ræðu. Á eftir var mér sparkað í bókstaflegri merkingu niður stigann í Alþingishúsinu. Í minningu þessa atburðar, sem líklega voru síðustu blóðugu átökin á Alþingi, gáfu Vestmanneyingar mér síðar risastórar nærbuxur með tröllstóru fótspori. Ég lifði þetta af, og einhvers staðar á ég nærbuxurnar góðu.“

Jón Kristjánsson alþingismaður orti eftirfarandi vísu:

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi

Það fékk að reyna um helgina Össur minn.

Fallinn er hann með fótspor Árna á rassi

Og farðann af Jóhönnu rauðan á hægri kinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“