fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingur í Christchurch: „Komu út tvær lögreglukonur með stærstu skotvopn sem ég hef séð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 09:37

Frá vettvangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingurinn Svavar Ragnarsson rekur veitingastað í Nýja Sjálandi í borginni Christchurch þar sem hryllileg hryðjuverkaárás átti sér stað fyrr í dag. Hann sagði í samtali við fréttastofu RÚV að borgin sé vanalega friðsæl og að íbúar séu í áfalli.

„Við heyrðum fyrst af þessu líklega um hálf þrjú að staðartíma að það hefði verið einhver skotárás og ég fór að keyra heim til að sækja dætur mínar í skólann úthverfi Christchurch og svo bara fór að koma í ljós að þetta var svona rosalega alvarlegt.“

Árás var gerð á tvær moskur í borginni og að minnsta kosti 49 létu lífið í árásunum.

„Þegar ég var að reyna að komast heim þá var önnur hver gata lokuð. Í sömu götu og veitingastaðurinn okkar er þar voru höfuðstöðvar lögreglunnar og þegar ég er að keyra framhjá þar til dæmis þá komu út tvær lögreglukonur með stærstu skotvopn sem ég hef séð og fóru upp í bíl og ég náði ekki að keyra nema svona í fimm mínútur án þess að sjá tvo eða þrjá lögreglubíla með full ljós á eða sjúkrabíla.“

Árásin átti sér stað síðdegis að staðartíma og voru margir við bænahald í moskunum. Sjónarvottur segir að árásarmaðurinn hafi gengið skipulega til verks og að skothríðin hafi varað í um 20 mínútur. Skólum og leikskólum var lokað um hríð, foreldrum meinað að sækja börn, líklega í aðgerðum til að tryggja öryggi.

„En það sem var svo sérstakt það voru allir að fara í sitt hvora áttina. Það var eitthvað um að vera sem sagt alls staðar í borginni. Svo tæmdust bara göturnar svona upp úr að verða fjögur. Það sem var kannski mesta sjokkið fyrir okkur var að skólarnir, meira að segja í úthverfunum þeir voru settir í „lock-down“.“

Árásir sem þessar eru afar fátíðar á Nýja Sjálandi, síðast átti slík sér stað árið 1990 þar sem 13 voru skotnir til bana í litlu þorpi.

„Fólk bara trúir þessu ekki. Það er bara, Christchurch er ekki svona. Þetta er svo friðsæll og rólyndur bær. Ég meina það er svo sjaldgæft að það séu glæpir hérna, eða eitt eða neitt,. Ég held að sjokkið fyrir fólkið hérna sé álíka og það hefði verið fyrir fólkið í Reykjavík.“

Sjá einnig: 

49 eru látnir eftir hryðjuverkin á Nýja Sjálandi

Andlit illskunnar – Segist hafa notið aðstoðar Anders Breivik við hryðjuverkin á Nýja Sjálandi

Hryðjuverk í tveimur moskum á Nýja-Sjálandi 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi