fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Brynjar verður ekki ráðherra: „Stundum snýst þetta kannski um kyn eða að eiga eiginkonu sem er til vandræða“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2019 16:09

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir spáðu því eftir að Sigríður Andersen sagði af sér nú hlyti tími Brynjar Níelssonar vera kominn. Sú varð ekki raunin og var nú síðdegis tilkynnt að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir tæki við dómsmálunum.

Brynjar spyr á Facebook-síðu sinni nú hvers vegna hann sé oft talinn umdeildur. „Þekktur fjölmiðlamaður skrifaði einhvers staðar að ég væri býsna umdeildur maður. En hvernig verða menn umdeildir? Verða menn umdeildir ef þeir viðra skoðanir sínar eða að skoðanir samrýmist ekki í öllu við pólitíska rétthugsun hverju sinni. Sjálfur hef ég alltaf haldið að þeir sem væru fastir í pólitískri rétthugsun og því ofstæki sem henni fylgir væru frekar umdeildir en hinir,“ skrifar Brynjar.

Hann segir enn fremur að varla telji fólk hann ofstækismann. „Varla halda margir því fram að ég hafi öfgafullar skoðanir eða sé ofstækismaður í eðli mínu og þess vegna umdeildur. Er þetta kannski bara góð aðferð hjá fjölmiðlamönnum til að sá tortryggni og efasemdum um pólitíska andstæðinga sína?,“ spyr Brynjar.

Einn Facebook-vinur hans bendir honum á að hann sé í það minnsta nógu umdeildur til að hann hafi ekki orðið dómsmálaráðherra, þrátt fyrir að geta vel valdið því. Því svarar Brynjar: „Stundum snýst þetta kannski um kyn eða að eiga eiginkonu sem er til vandræða.“ En þar vísar hann til þess að eiginkona hans, Arnfríður Einarsdóttir, hafi verið tekin fram fyrir aðra hæfari og skipuð dómari við Landsrétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi