fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Mótmæli hafin að nýju: „Við bítum ekki“ – Maður sem veittist að mótmælendum leiddur burtu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

 

 

 

 

Hælisleitendur og stuðningsmenn þeirra hafa nú að nýju efnt til mótmæla á Austurvelli og virðast mótmælin töluvert fjölmennari en í gær þegar í brýnu sló milli mótmælenda og lögreglu sem beitti piparúða og handtók tvo mótmælendur. Fundarmenn vilja fá að ræða við yfirmann í lögreglunni og segja: „Við bítum ekki“.

Aðrar kröfur er að endir verði bundinn á brottvísanir hælisleitenda frá landinu án málsmeðferðar, að hætt verði við áform um að herða á túlkun Dyflinnar-reglugerðarinnar, hælisleitendur fái að vinna í landinu á meðan mál þeirra eru til meðferðar, þeir fái betri heilbrigðisþjónustu og betra húsnæði.

Meðfylgjandi myndir og myndskeið eru frá mótmælafundinum sem hefur farið friðsamlega fram til þessa. Fjöldi lögreglumanna hefur stillt sér upp fyrir framan Alþingishúsið.

 

 

 

 

Uppfærsla: Maður veittist að mótmælendum

Lögregla leiddi burt mann af svæðinu sem veittist að mótmælendum. Sjá myndband:

 

Uppfært kl. 19

Eins og smá má á meðfylgjandi mynd eru mómælendur töluvert fleiri en í gær, líklega vel á annað hundrað. Þeir mynda hring fyrir framan Alþingishúsið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við