fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Gagnrýna Sigríði: „Snýst um sómasamlegt samfélag þar sem subbur fá ekki endalaust að vaða uppi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga og óánægja ríkir meðal Íslendinga í dag eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn um brot íslenska ríkisins á mannréttindasáttmálanum við skipan dómara við Landsrétt, sem og vegna tilkynningar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um að hún muni ekki segja af sér embætti.

Blaðamaður tók saman nokkur ummæli sem hafa fallið af þessu tilefni á Facebook í dag. Athuga ber þó að hér er engan veginn um tæmandi talningur að ræða, enda margir sem hafa skoðun á málinu. Meðal annars hefur verið boðað til mótmæla á Austurvelli síðar í dag vegna þessa.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri hjá Wikileaks,  er orðlaus eftir að lesa dóminn. „Þessi er svo svakalegur áfellisdómur að hann hlýtur að hafa alvarlegar pólitískar afleiðingar.“

Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bendi á að áður hafi verið lýst yfir vantrausti á dómsmálaráðherra, án árangurs.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, telur að ráðherra eigi að segja af sér : „Þegar ráðherra dómsmála klessukeyrir heilt dómsstig með lögbrotum sem hún var vöruð við – þá þarf hún að fara.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segir að brotið sé svívirðilegt „Hefur Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðað svívirðilegt brot á lögum um skipan dómara sem brjóti gegn aðalinntaki og  og efni skyldunnar um löglega skipaða dómara.“

Illugi Jökulsson, blaðamaður, hvetur fólk til að mæta á Austurvöll í dag. „Mælirinn er löngu fullur. Þetta snýst ekki um flokkapólitík, þetta snýst um sómasamlegt samfélag þar sem subbur fá ekki endalaust að vaða uppi.“

Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, segir Sigríði fela sig á bak við æviráðningu dómara.

„Sem sagt, það er hægt að brjóta lög og mannréttindasáttmála til að koma „rétta fólkinu“ að í dómaraembætti og svo er bara ekkert hægt að gera meira í því. „Ég á’edda, ég má’edda. Sem sagt, það er hægt að brjóta lög og mannréttindasáttmála til að koma „rétta fólkinu“ að í dómaraembætti og svo er bara ekkert hægt að gera meira í því. „Ég á’edda, ég má’edda.“

Fyrrverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, skrifaði færslu á vefsíðu sinni um málið þar sem hann gagnrýnir niðurstöðu dómstólsins fyrir að hafa ekki tekið afstöðu til þess hvaða áhrif dómurinn gæti hafið að landsrétti. Hins vegar uppfærði hann færslu sína eftir að lesa hugvekju Davíð Þórs Björgvinssonar, fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstólinn og núverandi dómari í Landsrétti, en Davíð telur að stöðu dómara Landsréttar verði ekki haggað, þeir sem ekki uni því geti óskað eftir endurupptöku.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu minnihluta Mannrétindadómstóls mun skýrari en meirihlutans.  Hann telur dóminn ekki veikja stöðu Sigríðar, áður hafi verið tekin afstaða til þess hvort hún skuli segja af sér og engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í dag.

„Ég geri ráð fyr­ir að dóm­ur­inn starfi áfram með eðli­leg­um hætti þó að menn geri kannski hlé á ein­stök­um rétt­ar­höld­um á meðan menn eru að fara yfir niður­stöður dóms­ins.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“