fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Mikil hætta: Skotið úr byssu í Vogahverfi í morgun – Fjórir handteknir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. mars 2019 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjórir einstaklingar eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar máls þar sem skotum var hleypt af í Vogunum snemma í morgun. Tilkynning um skothvelli við hús í hverfinu barst kl. 6.20 og fór lögreglan þegar á vettvang, en skothvellirnir voru þagnaðir þegar þangað var komið.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að tveir einstaklingar sem voru í íbúðinni hafi verið handteknir og aðrir tveir sem voru fyrir utan húsið. Þá lagði lögreglan hald á skotvopn sem fannst í húsinu, auk nokkurra skothylkja sem fundust á vettvangi. Í skeyti lögreglu segir:

„Þá liggur fyrir að byssukúlur höfnuðu í tveimur bifreiðum, sem stóðu fyrir utan húsið. Af þessu er ljóst að mikil hætta var á ferðum og mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar þetta átti sér stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi