„Í dag staðfesti Veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar sl. Umræddur einstaklingur komst í snertingu við þann aðila sem kom með flugi til Egilsstaða þann 15. febrúar og greindist síðar með mislinga.“
Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar segir enn fremur að sóttvarnalæknir hafi gripið til varúðarráðstafana og bólusetning gegn mislingum verður í boði um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi.
Upplýsingar um staðsetningar er að finna á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands Opnast í nýjum glugga og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins Opnast í nýjum glugga.
Hjúkrunarfræðingar svara fyrirspurnum í síma 1700 allan sólarhringinn alla daga vikunnar, segir á vef embættissins.