„Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur samþykkt að halda viðræðum áfram við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning og verður viðræðum haldið áfram eftir helgi.“
Þetta segir í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu um stöðu kjaraviðræðna. Þar segir að fulltrúar sambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafi fundað nánast daglega undanfarnar vikur, auk þess sem vinna starfshópa um einstök málefni hefur verið í fullum gangi.
„Viðræðurnar hafa gengið þokkalega en staðan er viðkvæm og margt er enn óleyst. Þolinmæði Starfsgreinasambandsins í þessum kjaraviðræðum er ekki endalaus og það er ljóst að næsta vika getur ráðið úrslitum upp á framhaldið.“