fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Kristófer, forstjóri Center hótela: „Það er bara góð stemming og allt í góðu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2019 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er svo stuttur tími að þetta hefur kannski minni áhrif fyrir bragðið. Við erum búin að vera að í morgun og hefur gengið mjög vel svo ég held að þetta sleppi til í dag,“ segir Kristófer Óliversson, forstjóri Center hótela.

„Við byrjuðum mjög snemma í morgun og ég er nú búinn að fara hringinn ná ölum hótelunum og það er bara góð stemming og allt í góðu.“

Þetta kemur fram í Morgunútvarpi Rásar 2 þar sem Kristófer ræddi um verkfallið sem hófst klukkan 10 í morgun. Kristófer segir að dagurinn hafi byrjað snemma. Starfsfólk mætti klukkan 6 í morgun og vann vel fram eftir morgni.

„Við létum alla gesti frá blað í gær og útskýrðum stöðuna og þeir mættu síðan í gestamóttökuna einn af öðrum að spyrja fyrir og hafa hjálpað okkur með það að tékka út fyrr og það var fólk komið klukkan 06 í morgun til að vinna. Þannig við erum með tök á þessu þennan daginn svo náttúrulega þyngist róðurinn þegar bæði félögin fara í verkfall og þetta kemur af fullum þunga.“

Það sem eftir lifir dags munu aðeins þeir sem mega vinna í verkfalli ganga í verkefni starfsmanna sem vinna við hreingerningar. Þó að stemmingin sé, samkvæmt Kristófer. góð þá er það þó ekki svo að menn gleðjist yfir verkfallinu.

„Það er engin gleði yfir þessum verkföllum ég skynja það nú ekki, ekki hjá okkar fólki, ekki þessa sömu gleði og virðist vera yfir vötnum hjá [verkalýðs]forystunni.“

„Það var til dæmis boðað til fundar með pompi og prakt í gær sko og búið að undirbúa fyrir 50 manns en enginn mætti þannig að það er allavega ekki þessi húrrandi stemming sem virðist vera hjá forystunni sko.“

Verkfallið í dag er tímabundið svo Kristófer hefur minni áhyggjur gagnvart því  heldur en þeim verkföllum sem mögulega koma í kjölfarið.

„Svo þyngist róðurinn þegar bæði félögin fara í verkfall.“

„Þetta er í raun og veru hvað eru svona að prófa styrkinn með því að setja þetta fram undir merkjum kvennafrídagsins og svoleiðis. Það er bara eins og gengur, það eru góðir fjölmiðlamenn sem skipuleggja þetta.“

Hann segir að áhrifin frá verkfallinu séu nú þegar að farin að hafa neikvæðar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Margir starfsmenn Kristófers, sem lögðu niður störf í dag og fóru í verkfall, eru erlendir og starfa hérlendis tímabundið. Ef horft sé til launaþróunnar hjá Center hóteli í evrum þá hafi laun hækkað um 70-80% á síðustu árum.

„Fólkið sem vinnur hjá okkur getur borið sig saman við kollega sínum í öðrum löndum.“

„Ég er bara að benda á það að við höfum staðið okkur þokkalega. Alveg sama hvað hver segir.“

Honum finnst einnig undarlegt að spjótum verkalýðsforystunnar sé beint að ferðaþjónustunni með jafn miklum þunga. Verkfallið í dag muni ekki hafa teljandi áhrif fyrir hinn almenna íslenska borgara en kannski mikil áhrif á 20 fyrirtæki í miðborginni.

„Þetta er risastórt mál, við erum orðin dýrasta land í heimi og erum að reyna að verjast í þeirri stöðu. En sko þrýstingurinn er ekki eins gríðarlegur og menn halda. Þetta er mjög óvenjulegt að pikka út einhver 20 fyrirtæki sem eru staðsett í miðborginni og setja fókusinn þar.“

Verkfallið í dag sé þó bara upphafið af því sem koma skal og Kristófer telur að verkföllin verði fleiri.

„Þetta er bara upphafið hérna […] Við vonum að það sé æðsta markmiðið hjá þeim sem eru í forystunni að ná samningum. Ég vona það einlægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar