fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Sigurður um rafretturnar: „Þetta er slæm þróun sem ég tel að þurfi að fara að sporna gegn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2019 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er sorglegt að horfa upp á ungt fólk reykja rafrettur í auknum mæli og leiðast jafnvel út í sterkara efni en nikótín,“ segir Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni fjallar sigurður um rafsígaretturnar sem eru orðnar nokkuð útbreiddar hér á landi og erlendis og virðast vinsældir þeirra fara vaxandi ár frá ári. Sigurður segist ekki velkjast í vafa um um þær séu prýðilegt hjálpartæki til að venja fólk af tóbaksnotkun en hann hefur áhyggjur af því að þær séu notaðar í öðrum og verri tilgangi.

„Það er óumdeilt að reyktóbak er eitur og hefur skaðleg áhrif á heilsu þeirra sem það nota. Í tóbaksreyk er fjöldinn allur af eiturefnum öðrum en nikótíni. Kannanir sýna að stór hluti efri bekkja grunnskóla notar rafsígarettur daglega. Börn ánetjast vatnsgufu með kirsuberjabragði eða öðru bragði og átta sig ekki á fyrr en um seinan að þau eru orðin nikótínfílar. Rafsígarettur eru ertandi fyrir lungu og þar sem lungu ungs fólks er enn að taka út þroska á þessum tíma hefur rafrettuvökvi áhrif á lungu. Læknar hafa sagt að ungt fólk og fólk með slæm lungu ætti ekki að vera í sama rými og gufan sem kemur úr rafsígarettunni.“

Sigurður bendir á að rafretturnar séu orðnar að nokkurs konar tískufyrirbrigði, þær séu framleiddar með alls kyns bragðefnum. Þá bendir hann á að dögunum hafi verið sagt frá því að tískuverslunin Barneys New York muni opna lúxus kannabisbúð í útibúi sínu í Beverly Hills síðar í þessum mánuði.

„Búðin heitir The High End og verður þar hægt að kaupa ýmiskonar kannabisvarning eins og snyrtivörur, rafrettupenna og 180 þúsund króna kvörn. Ætlunin er að ýta menningunni í þá átt að þú getir mætt með fínan kannabisvarning í matarboð líkt og þú myndir mæta með vínflösku. Stefnan er að færa fólki upplifun á skjön við staðalímynd kannabisneytandans sem dúsir heima hjá sér að borða pítsu allan daginn.“

Sigurður segir að fíkniefnaheimurinn sé síbreytilegur þar sem markaðssetning er í sífelldri endurskoðun við leit að nýjum viðskiptavinum.

„Töluverð aukning er hér á landi á kannabissjúklingum sem reykja þessi fíkniefni í gegnum rafrettur. Þetta er mikið áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að aukaverkanir, svo sem geðhvarfasýki og fleiri geðsjúkdómar af neyslu kannabisefna hafa stóraukist síðustu ár vegna íblöndunar eða breyttrar ræktunaraðferða plantna. Þetta er slæm þróun sem ég tel að þurfi að fara að sporna gegn. Það er sorglegt að horfa upp á ungt fólk reykja rafrettur í auknum mæli og leiðast jafnvel út í sterkara efni en nikótín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar