Í dag var 10.000 málið skráð í málaskrá Umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram á vefsíðu embættisins. Þar segir að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður, hafi sagt að viðfangsefni umboðsmanns sé: „fyrst og fremst að hafa eftirlit með því að borgararnir njóti þeirra réttinda og fyrirgreiðslu sem Alþingi hafi ákveðið og að stjórnsýslan leysi úr málum þeirra í samræmi við þær reglur sem henni beri að fara eftir.“
Fyrsti umboðsmaður Alþingis var Gaukur Jörundsson sem starfaði frá 1988 til 1998, en þá hætti hann eftir að hann var kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá tók Tryggvi við.
Tímamóta málið er með málsnúmerið 10000/2019.