fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Mikill samdráttur í bílasölu: Rúmlega þúsund færri bílar miðað við sama tíma í fyrra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. mars 2019 12:41

Um sex prósent bílaflota landsmanna eru hreinorkubílar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mikill samdráttur hafi orðið í sölu nýrra fólksbíla hér á landi í janúar og febrúar á þessu ári miðað við sama tímabil á liðnu ári. Í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu segir að samdrátturinn nemi 40,8 prósentum.

Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar síðastliðnum en til samanburðar voru þeir tæplega 2.800 í janúar og febrúar 2018. Er þetta fækkun upp á rúmlega 1.100 bíla.

„Hlutfall sölu milli bílaleigubíla og sölu til almennings núna þegar kemur að fólksbílum er nokkuð sambærilegt við síðasta ár, eða um 36% til bílaleiga. Til samanburðar var hlutfall bílaleiga 37% árið 2018 og 39% árið 2017 (af heildarsölu hvors árs). Þá var þetta hlutfall enn hærra árin þar á undan og því ljóst að hlutfall bílaleigubíla hefur yfir lengri tíma verið að dragast heldur saman,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að rafmagns- og tengiltvinnbílar haldi áfram að auka hlutfall sitt af seldum bílum, og eru þeir um 24% af heildarsölu fyrstu tvo mánuði ársins en voru um 21% allt árið í fyrra.

Bílgreinasambandið segir að áætlanir hafi gert ráð fyrir nokkurri minnkun í sölu á þessu ári. Þessi raunsala fyrstu tvo mánuði sé þó um 20 prósentum undir þeirri áætlun. Sé litið til aðstæðna megi þó segja að salan sé ágæt og bendir sambandið á að ýmislegt þurfi að hafa í huga þegar salan er skoðuð í samanburði við síðustu ár.

„Í fyrsta lagi þá er markaðurinn að koma úr þremur af stærstu bílasöluárum sögunnar, auk þess sem janúar 2018 var óvenju stór. Sagan sýnir jafnframt að sala nýrra bíla gengur í sveiflum og því viðbúið að það yrði áframhaldandi minnkun núna á milli ára. Í öðru lagi þá hafa, fyrir utan almennar hækkanir á bílverðum sökum gengisþróunar, einnig verið ýmsir óvissuþættir til staðar síðustu misseri sem hafa hugsanlega haft áhrif á bílkaupendur. Má þar helst nefna stöðu flugfélaganna og möguleg áhrif þeirra á ferðaþjónustuna og þ.a.l. efnahagslífið í heild sinni, breytingar sem áttu að eiga sér stað varðandi vörugjöld bifreiða í tengslum við útblástursmælingar, og svo núna yfirvofandi kjarasamningar og áhrif þeirra. Við þetta má að lokum bæta afnámi ívilnunar vörugjalda til bílaleiga sem er líklegt til að draga úr bílakaupum þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi