fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Snorri: Starfsmaður á Bíldshöfða eyðilagði öskudaginn – „Krakkarnir hættu að syngja eftir þetta“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 14:41

Snorri er fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi starfsmaður sagði börnunum að drulla sér út, dekurdruslurnar ykkar og bjánar, þegar börnin ætluðu að fá að syngja.“ Þetta sagði Snorri Ólafur Snorrason í einum stærsta Facebook-hóp landsins fyrr í dag. Hann birti svo mynd af versluninni, prentþjónustunni ARTPRO við Bíldshöfða.

Í samtali við DV skýrir Snorri nánar hvað gerðist. „Þetta eyðilagði daginn og krakkarnir hættu að syngja eftir þetta,“ segir Snorri. Hann segir að starfsmaðurinn hafi beinlínis hent börnunum út úr búðinni.

Dóttir hans lýsir atvikinu svo: „Hann labbaði bara hart að mér þegar ég spurði hvort ég mætti syngja og svo sagði hann: „Hvað er að ykkur, krakkabjánar? Þið þarna dekurdýr“. Ég man ekki alveg meira en hann henti okkur út,“ segir hún.

Guðni Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri ARTPRO, segir í samtali við DV að þessi lýsing sé rétt en segi þó einungis hálfa söguna. Hann vitnar í athugasemd við færsluna sem Snorri birti á Facebook. „Ég er framkvæmdastjóri í þessu fyrirtæki og ég varð vitni að þessu atviki í dag. Það er rétt að starfsmaðurinn rak börnin út með þessum orðum,“ segir Guðni.

Hann bætir því við að börnin hafi einfaldlega verið dónaleg. „En það var ekki að ástæðulausu því honum ofbauð frekja / framganga barnanna. Starfsmaðurinn var einn í afgreiðslu og að afgreiða viðskiptavin okkar þegar börnin komu inn. Börnin gátu ekki beðið eftir að hann lyki afgreiðslu heldur kölluðu þau og djöfluðust í bjöllu á afgreiðsluborðinu. Og fengu fyrir vikið umrædd orð til sín. Mér þykir þetta vera leitt en vill að ÖLL sagan sé sögð,“ segir Guðni.

Snorri segir á móti að þessi lýsing stemmi ekki alveg, börnin hafi til að mynda ekki verið að djöflast í bjöllunni heldur hafi þau verið í dyragætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi