fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Skrautleg afbrot Reynis: Stal sjónvörpum og bíl – ók undir áhrifum kókaíns og MDMA

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Reynir Ragnarsson var í fyrradag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir margvísleg afbrot. Afbrotalistinn yfir stutt tímabil er langur og skrautlegur.

Þann 2. júní síðasta sumar stal Reynir þremur sjónvarpstækjum auk veggfestinga og marmaraplötu frá First Hotel í Hlíðasmára í Kópavogi. Um einum og hálfum mánuði síðar stal hann olíubrúsa í N1 við Ártúnshöfða. Þremur dögum eftir að hafa stolið olíubrúsanum fór Reynir í þjófnaðarleiðangur á Hótel Grím við Grímsbæ, Bústaðarvegi. Þar stal hann þremur símum, debetkorti og bíllyklum; hann ók síðan á brott í bíl sem lagt hafði verið fyrir framan hótelið.

Þá eru tilgreint þrjú tilvik á síðasta ári þar sem Reynir var tekinn við akstur á bíl undir áhrifum fíkniefna, amfetamíns, kókaíns, MDMA og fleiri lyfja.

Þá var Reynir sakfelldur fyrir allmörg fíkniefnabrot sem snerust um að hafa í vörslu sinni ólögleg efni.

Reynir var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi en tveggja mánaða gæsluvarðhald dregst frá refsingunni. Töluvert af fíkniefnum í fórum hans var gert upptækt, amfetamín, kókaín, maríjúana og ecstacy töflur. Hann þarf að greiða sakarkostnað og málsvarnarlaun upp á rétt rúma milljón króna.

Sjá dóminn í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi