fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Það sem þér hefur ekki verið sagt ef klukkunni verður breytt á Íslandi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2019 13:00

Eigum við að seinka klukkunni eða ei?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Helgason, barnalæknir, gagnrýnir greinargerð starfshóps um breytingar á klukkunni. Starfshópurinn hafi lagt of mikla áherslu á jákvæðar afleiðingar breytinganna, en vanrækt að fjalla nægilega  um neikvæðar afleiðingar. Ef lýðræðislegur vettvangur á borð við Samráðsgáttina eigi að þjóna sínu hlutverki nægjanlega þá þurfi framsetning mála að eiga sér stað með hlutlausum hætti og kynna fyrir almenningi kosti sem og galla fyrirhugaðra breytinga. Breytingar á klukkunni geti stuðlað að aukinni vanvirkni meðal ungmenna sem geti leitt til offitu, sem er einmitt sérsvið Tryggva.

Þetta kemur fram í grein Tryggva í nýútkomnu Læknablaði.

Tilfærsla á klukkunni hefur lengi verið til umræðu á Íslandi og tillögur um að laga hana að landfræðilegri stöðu Íslands oft komið til tals, segir Tryggvi.  Í starfshóp stjórnvalda um málefnið var enginn fulltrúi íþróttahreyfingarinnar sem Tryggva finnst ámælisvert.

„Framsetning starfshóps ráðherra var einhliða og mikið gert úr kostum klukkubreytingar en lítið úr göllum.“

Sem dæmi um þetta er, að sögn Tryggva, yfirlitstafla greinargerðar starfshópsins þar sem bornir eru saman kostir og gallar klukkubreytinga. Í þeirri yfirlitstöflu sé leið nefndarinnar sett fram litríkt á meðan aðrar leiðir séu settar fram gráar.

„Með fækkun bjartra stunda að afloknum skóla- og vinnudegi má til dæmis telja líklegt að hreyfing ungmenna minnki. Hún er nú þegar í harðri samkeppni við aðra afþreyingu en engin áhersla var á þetta atriði í skýrslunni og ekki heldur í umfjöllun fjölmiðla.“

Bendir Tryggvi á samanburðarrannsóknir sem sýni fram á að hreyfing ungmenna aukist með aukinni dagsbirtu, og aðra rannsókn sem sýni fram á tengsl dagsbirtu og hreyfingar unglinga hérlendis.

Til að almenningur geti treyst ákvörðun stjórnvalda og svo umræðan um einstaka málefni verði markvissari, þurfi vettvangur á borð við Samráðsgáttina að gera bæði grein fyrir kostum og göllum breytinga. Þannig geti almenningur metið breytingarnar. Framsetning starfshópsins hafi svo litað fjölmiðlaumfjöllun sem hafi lútið að því að svefnvandi ungmenna væri auðleystur með breytingum á klukkunni. Svefnvandi, segir Tryggvi, er þó ekki svo auðleystur.

Sérsvið Tryggva er offita barna og hann segir að breytingar á samfélögum geti bæði valdið sem og bætt úr vanda varðandi lýðheilsu íbúa. „Breytt samfélagsmynstur víða í hinum vestræna heimi hefur margfaldað offitu í öllum aldurshópum me þekktum afleiðingum fyrir heilsuna.“

„Á hvorn veginn sem ákvörðunin fellur er mikilvægt að fylgst verði með afleiðingum og að yfirvöld setji sér mælikvarða á hvort sá árangur næst sem að er stefnt. Ekki er síður mikilvægt að mæla hverju er kostað til að sá árangur náist. Annars erum við meira í skollaleik þar samfélagið er með bundið fyrir augun. Best er þegar vísindin og samfélagið eru í markvissum eltingarleik og skiptast á að ver’ann þegar annað nær að klukka hitt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi