fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Sólning á leið í gjaldþrot: „Nú sitjum við uppi með fullt af dekkjum en ekkert af peningum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2019 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðustu 12 mánuðir hafa verið mjög erfiðir og samdrátturinn mikill. Það er mikil fjárbinding í þessum rekstri og nú sitjum við uppi með fullt af dekkjum en ekkert af peningum,“ segir Gunnar S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar, í samtali við Markaðinn í dag.

Þar er greint frá því að Sólning, sem hefur verið einn stærsti innflytjandi hjólbarða hér á landi um árabil, sé á leið í gjaldþrot. Greint er frá því að áttt manns muni að líkindum missa vinnuna og þá hefur fyrirtækið selt verkstæði sem áður heyrðu undir fyrirtækið.

Í frétt Markaðarins er haft eftir Gunnari að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af geymsludekkjum. Þau verði áfram aðgengileg á verkstæðum sem eru samningsbundin fyrirtækinu. Tekjur fyrirtækisins árið 2017 námu tveimur milljörðum króna en hagnaðurinn tveimur milljónum. Árið 2018 var hins vegar erfitt fyrir fyrirtækið eins og Gunnar bendir á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi