fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Bogi sver af sér samsæri: „Þetta er ekki rétt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2019 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamaðurinn Bogi Ágústsson segir það alrangt á Facebook-síðu sinni að hann sé meðlimur í félaginu Ísland-Palestína. Því hefur verið haldið fram af andstæðingum Hatara en þeir virðast telja að hljómsveitin sé skipulagður áróður á vegum fréttastofu RÚV.

„Mér hefur verið bent á að því sé haldið fram á einhverjum síðum á netinu að ég sé virkur í félaginu Ísland-Palestína. Þetta er ekki rétt, ég er ekki í félaginu, hvorki virkur né óvirkur. Svo það sé á hreinu þá er ég í Norræna félaginu, Félagi Sameinuðu þjóðanna, Kalak-vinafélagi Íslands og Grænlands og svo er ég félagi í Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Man í svipinn ekki eftir að vera í fleiri félögum,“ segir Bogi.

Sjá einnig: Margrét segir hótunina misskilning og vill frelsa Hatara – Ívar telur RÚV stýra Hatara

Hann bætir því við að hann sé þó formaður eins félags. „Kannski er rétt að taka fram að ég er formaður stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. Tilgangi Stofnunar dr. Sigurbjörns er lýst í stofnskrá: ,,Hlutverk Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar er að vinna að rannsóknum og fræðslu í trúarbragðafræði og guðfræði í þeim tilgangi að auka þekkingu og skilning á trúarbrögðum heimsins og stuðla að sáttargjörð ólíkra trúarviðhorfa, vinna gegn tortryggni og efla skilning og umburðarlyndi.“,“ skrifar Bogi.

Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður segir í athugasemd að Bogi ætti heima í félaginu Ísland-Palestína. Bogi svarar því svo: „Hjálmtýr, ég lít svo á að fréttamenn eigi ekki að taka virkan þátt í pólitísku starfi. Ég lét því af allri pólitískri þátttöku þegar ég hóf störf á Sjónvarpinu fyrir öllum þessum áratugum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi