fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Guðlaugur ósáttur: Bundinn við hjólastól og leigir ónothæfa íbúð – Getur ekki eldað mat í eldhúsinu

Auður Ösp
Laugardaginn 9. mars 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst vera yfir mig gengið á skítugum skónum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur, og fyrir neðan mína virðingu sem einstaklingur,“ segir Guðlaugur Hilmarsson leigjandi í Hátúni 10c þar sem Brynja hússjóður á og rekur íbúðir fyrir öryrkja. Guðlaugur er bundinn hjólastól en íbúðin hans er ekki innréttuð með þarfir fatlaðra í huga. Hann kveðst nær ekkert geta athafnað sig inni á sínu eigin heimili og segir lítið um svör hjá forsvarsmönnum Brynju og Öryrkjabandalagsins.

Guðlaugur er lamaður í hægri hlið líkamans og notast við rafmagnshjólastól. Íbúð hans er annari hæð hússins og segist Guðlaugur varla geta komist þar inn.

„Útidyrahurðin hjá mér er þannig að ég varla næ að smeygja nér inn með því að strjúkast vel utan í listana. Þá er baðherbergið á stærð við frímerki, og ég þarf að bakka og keyra hjólastólum í sífellu til að fara á klósettið og í sturtu,“ segir Guðlaugur og bætir við að þá ekki hægt að setja eldhúsinnréttinguna upp og niður, líkt og venjan er í íbúðum fyrir fatlaða. „Ég get þess vegna ekki eldað mat,“ segir hann en þess má geta að Guðlaugur er lærður kokkur. Matreiðsluhæfileikarnir nýtast honum skiljanlega lítið í þessum aðstæðum.

„Ég hef tvisvar sinnum dottið inni á baðherberginu og einu sinni inni í eldhúsinu þegar ég hef verið að reyna að athafna mig þar inni. Þetta er fyrir neðan allar hellur. Fatlaðir eiga ekki þurfa að sætta sig við þetta á 21.öld.“

Guðlaugur kveðst undrandi á þessum svörum. „Sérstaklega þar sem að Brynja hússjóður á íbúðir út um allan bæ, íbúðir sem henta fötluðum einstaklingum mun betur.“

Loðin svör

Áður en Guðlaugur flutti í Hátún leigði hann íbúð á Sléttuvegi sem einnig er í eigu Brynju hússjóðs. Sú íbúð var mun rýmri og með mun betri aðstöðu að hans sögn.

Guðlaugur segist ítrekað hafa leitað svara hjá stjórn Brynju hússjóðs og þá hafi hann þrisvar sinnum rætt við lögmann Öryrkjabandalagsins. Þá hafi hann sótt um fjölmargar aðrar íbúðir hér og þar, meðal annars á Selfossi þar sem þrjú börn hans eru búsett. Þá hefur hann sótt um að komast aftur á Sléttuveginn.

„En það er alveg sama hvað, ég fæ engin svör, eða það er að segja engin sérstök svör. Það er talað um biðlista og svo hefur mér verið sagt að Brynja hússjóður sé sjálfseignarstofnun og því sé lítið hægt að gera. Ég veit að þeir eiga íbúðir sem henta mér miklu betur.  Það er eins og það sé ekki hlustað á mig.“

Guðlaugur segist ómögulega skilja forgangsröðunina hjá sjóðnum. „Það er mjög undarlegt að þeir sem eru í hjólastólum fái ekki úthlutað á stað þar sem er hjólastólavænt, og þeir sem eru ekki bundir hjólastól fái hinar íbúðirnar. Í staðinn er bara öllum safnað saman í eina hrúgu, eins og líkum og svo er bara sagt við þá: „Hérna skuluð þið bara vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið