fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Matareitrun lék Skelfiskmarkaðinn illa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. mars 2019 15:33

Eitraðar ostrur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember í fyrra veiktust 13 manns af nóróveiru eftir að hafa snætt á veitingastaðnum Skelfiskmarkaðurinn en DV greindi frá málinu á sínum tíma. Um var að ræða eitraðar ostrur. Málið lék staðinn grátt, hann lifir enn en erfiðleikar steðja að rekstrinum. Eigandinn Hrefna Sætran segir í viðtali við Fréttablaðið matareitrunin hafi haft sín áhrif:

„Það var brjálað að gera en svo kemur matarveikin inn. Þeim fækkaði sem pöntuðu borð og það setti strik í reikninginn. Það voru utanaðkomandi ástæður sem við gátum ekkert gert að.“ 

Hugsanlegt er að staðnum verið lokað. Núna er Grillmarkaðurinn, sem einnig er í eigu Hrefnu, eingöngu opinn á kvöldin en hann var áður opinn í hádeginu. Hrefna segir að launakostnaður og leiga hafi hækkað undanfarin misseri. Hrefna segir veitingamenn vera í sjokki eftir janúar vegna minnkandi viðskipta. Fullt sé á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum en minna sé að gera aðra daga en áður var.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“