fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Skemmtistaður í vandræðum með að ráða við gesti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. mars 2019 07:56

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í nótt lenti dyravörður í vandræðum með gest á veitingahúsi í Hafnarfirði. Lögreglan mætti á staðinn og leysti málið en í ljós kom að fleiri dyraverði vantaði til að halda uppi reglu á staðnum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt og margir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Um tvöleytið í nótt réðst drukkinn maður á dyravörð í miðbænum, var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Laust eftir miðnætti var tilkynnt um heimilisofbeldi í hverfi 104. Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Einnig var tilkynnt um heimilisofbeldi í miðbænum og er það mál í rannsókn.

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um mann sem datt á höfuðið í miðbænum vegna áfengisneyslu. Hann var með skerta meðvitund og var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“